Styðjum dýrin í kosningunum um stjórnarskrá Linda Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun