Styrmir Þór einnig ákærður fyrir peningaþvætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2010 18:45 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37