Styttri vinnuvika fjarlægur draumur íslensku ofurfjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 08:43 Það er ýmislegt sem veldur streitu í daglegu lífi foreldra, eins og til dæmis eldamennska og barnauppeldi. vísir/getty Daglegt líf íslenskra foreldra virðist einkennast af streitu og álagi við að samræma vinnu og fjölskyldulíf ef marka má fyrstu niðurstöður úr rannsókn Andreu Hjálmsdóttur og Mörtu Einarsdóttur um það sem þær kalla „íslensku ofurfjölskylduna.“ Andrea er lektor við Háskólann á Akureyri og Marta sérfræðingur við rannsókna-og þróunarmiðstöð sama skóla. Þær hafa í tæpt ár rannsakað íslensku ofurfjölskylduna og kynntu niðurstöður sínar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á föstudaginn.Ekki jafnfalleg glansmynd undir yfirborðinu Andrea og Marta tóku viðtöl við sex rýnihópa, þrjá karlahópa og þrjá kvennahópa, tveir hópar voru í Reykjavík og fjórir á Akureyri. Um gagnkynhneigð pör var að ræða sem áttu öll börn. „Við vitum að við Íslendingar vinnum rosalega mikið og við eigum hlutfallslega mörg börn sem stunda gríðarlega miklar tómstundir. Það eru miklar kröfur gerðar til fjölskyldunnar og við vildum athuga hvort þetta gengi allt upp. Það virðist vera sem að það sé ekki alveg jafnfalleg glansmynd undir yfirborðinu og við sjáum ákveðin merki um að okkur sé fullmikið í fang fært,“ sagði Andrea. Skoðað var hverjir væru streituvaldar í daglegu lífi fólks og hvað það væri sem auðveldaði þeim lífið. Skemmst er frá því að segja að alla dreymir um styttri vinnuviku en fram kemur í rannsókninni að fólk líti á það sem fjarlægan draum þar sem það þurfi að vinna mikið til að ná endum saman.Það er ýmislegt sem þarf að gera frá degi til dags, eins og til dæmis að kaupa í matinn.vísir/ernirNæstum 1000 tölvupóstar frá skólanum á einu ári Á meðal þess sem veldur foreldrum streitu eru heimilisstörfin, mörg börn og börn ólíkum skólastigum og skutl í tómstundir. Þá getur skólaganga barnanna valdið fólki streitu en einn pabbinn hafði það á orði að á einu ári hefði hann fengið hátt í 1000 tölvupósta frá skólanum. Foreldrunum í rýnihópunum varð einnig tíðrætt um áreiti frá heimilinu í vinnuna og öfugt og þá var einnig nokkuð um að foreldrar tækju vinnuna með sér heim þar sem þeir færu fyrr á daginn til að geta skutlað börnunum í tómstundir. Það sem þó helst auðveldaði vinnuna við að láta allt ganga upp var að konan var í hlutastarfi. „Hjá einu parinu var þessu þó öfugt farið þar sem maðurinn var í hlutastarfi. Einn veturinn fór hann reyndar í fullt starf en konan hans lýsti þeim tíma sem „martröð dauðans“ vegna álagsins sem fylgdi. Þau ákváðu því að hann myndi aftur lækka við sig hlutfallið þar sem þau treystu sér ekki í að vera bæði í fullri vinnu,“ sagði Marta.Myndi ekki taka eftir því ef að eyrað dytti af Allajafna var verkaskiptingin á heimilinu nokkuð jöfn, sérstaklega þegar kom að uppeldi barna. Verkaskipting við heimilisstörf er „heitari pottur“, eins og Andrea orðaði það, en konurnar töluðu mikið um heimilisstörfin og streituna sem fylgdi þeim. Þá ræddu þeir einnig mikið um að þurfa að vera verkstjórar á heimilinu og passa að karlinn gerði það sem hann ætti að gera, til dæmis elda eða þrífa, en mennirnir töldu slíka verkstjórn óþarfa. Margir ræddu um að álagið væri svona mikið á ákveðnu tímabili og svo myndu hlutirnir lagast þegar börnin yrðu eldri, en rannsóknin leiddi í ljós að fleiri og yngri börn valda meira álagi. „Orðræðan í samfélaginu einkennist af „að þola og þrauka.“ Fólk hugsar með sér að ef að hinir geta þetta þá hlýt ég að geta þetta. Það má segja að þetta sé einhvers konar lært hjálparleysi þar sem við erum föst í samfélagi þar sem við þurfum að gera þetta. Ein konan lýsti álaginu sem svo að hún myndi ekki taka eftir því ef að eyrað dytti af manninum sínum því það væri svo mikið að gera.“ Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg „Ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley Tómasdóttir. 29. október 2015 16:00 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Daglegt líf íslenskra foreldra virðist einkennast af streitu og álagi við að samræma vinnu og fjölskyldulíf ef marka má fyrstu niðurstöður úr rannsókn Andreu Hjálmsdóttur og Mörtu Einarsdóttur um það sem þær kalla „íslensku ofurfjölskylduna.“ Andrea er lektor við Háskólann á Akureyri og Marta sérfræðingur við rannsókna-og þróunarmiðstöð sama skóla. Þær hafa í tæpt ár rannsakað íslensku ofurfjölskylduna og kynntu niðurstöður sínar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á föstudaginn.Ekki jafnfalleg glansmynd undir yfirborðinu Andrea og Marta tóku viðtöl við sex rýnihópa, þrjá karlahópa og þrjá kvennahópa, tveir hópar voru í Reykjavík og fjórir á Akureyri. Um gagnkynhneigð pör var að ræða sem áttu öll börn. „Við vitum að við Íslendingar vinnum rosalega mikið og við eigum hlutfallslega mörg börn sem stunda gríðarlega miklar tómstundir. Það eru miklar kröfur gerðar til fjölskyldunnar og við vildum athuga hvort þetta gengi allt upp. Það virðist vera sem að það sé ekki alveg jafnfalleg glansmynd undir yfirborðinu og við sjáum ákveðin merki um að okkur sé fullmikið í fang fært,“ sagði Andrea. Skoðað var hverjir væru streituvaldar í daglegu lífi fólks og hvað það væri sem auðveldaði þeim lífið. Skemmst er frá því að segja að alla dreymir um styttri vinnuviku en fram kemur í rannsókninni að fólk líti á það sem fjarlægan draum þar sem það þurfi að vinna mikið til að ná endum saman.Það er ýmislegt sem þarf að gera frá degi til dags, eins og til dæmis að kaupa í matinn.vísir/ernirNæstum 1000 tölvupóstar frá skólanum á einu ári Á meðal þess sem veldur foreldrum streitu eru heimilisstörfin, mörg börn og börn ólíkum skólastigum og skutl í tómstundir. Þá getur skólaganga barnanna valdið fólki streitu en einn pabbinn hafði það á orði að á einu ári hefði hann fengið hátt í 1000 tölvupósta frá skólanum. Foreldrunum í rýnihópunum varð einnig tíðrætt um áreiti frá heimilinu í vinnuna og öfugt og þá var einnig nokkuð um að foreldrar tækju vinnuna með sér heim þar sem þeir færu fyrr á daginn til að geta skutlað börnunum í tómstundir. Það sem þó helst auðveldaði vinnuna við að láta allt ganga upp var að konan var í hlutastarfi. „Hjá einu parinu var þessu þó öfugt farið þar sem maðurinn var í hlutastarfi. Einn veturinn fór hann reyndar í fullt starf en konan hans lýsti þeim tíma sem „martröð dauðans“ vegna álagsins sem fylgdi. Þau ákváðu því að hann myndi aftur lækka við sig hlutfallið þar sem þau treystu sér ekki í að vera bæði í fullri vinnu,“ sagði Marta.Myndi ekki taka eftir því ef að eyrað dytti af Allajafna var verkaskiptingin á heimilinu nokkuð jöfn, sérstaklega þegar kom að uppeldi barna. Verkaskipting við heimilisstörf er „heitari pottur“, eins og Andrea orðaði það, en konurnar töluðu mikið um heimilisstörfin og streituna sem fylgdi þeim. Þá ræddu þeir einnig mikið um að þurfa að vera verkstjórar á heimilinu og passa að karlinn gerði það sem hann ætti að gera, til dæmis elda eða þrífa, en mennirnir töldu slíka verkstjórn óþarfa. Margir ræddu um að álagið væri svona mikið á ákveðnu tímabili og svo myndu hlutirnir lagast þegar börnin yrðu eldri, en rannsóknin leiddi í ljós að fleiri og yngri börn valda meira álagi. „Orðræðan í samfélaginu einkennist af „að þola og þrauka.“ Fólk hugsar með sér að ef að hinir geta þetta þá hlýt ég að geta þetta. Það má segja að þetta sé einhvers konar lært hjálparleysi þar sem við erum föst í samfélagi þar sem við þurfum að gera þetta. Ein konan lýsti álaginu sem svo að hún myndi ekki taka eftir því ef að eyrað dytti af manninum sínum því það væri svo mikið að gera.“
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg „Ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley Tómasdóttir. 29. október 2015 16:00 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg „Ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley Tómasdóttir. 29. október 2015 16:00
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07