Innlent

Sumarhúsaeigendum á Þingvöllum hverft við vegna óveðurs

Sumarhús við Þingvallavatn. Athugið að myndin er úr safni.
Sumarhús við Þingvallavatn. Athugið að myndin er úr safni.
Ekki þurfti að kalla björgunarsveitir út í nótt vegna veðurs í nótt. Björgunarsveitarmenn luku því þeim verkefnum sem sköpuðust vegna hvassviðrisins sem gengur yfir landið um klukkan átta í gærkvöldi.

Fólust verkefni björgunarsveitanna fram að því helst í að festa niður tampólín og þakplötur en auk þess rifnaði tré upp með rótum í miðborginni.

Á höfðuborgarsvæðinu virðist veðrið að mestu gengið yfir en fulltrú Landsbjargar sem fréttastofa ræddi við í morgun segir björgunarsveitirnar þó enn hafa viðbúnað víða um land.

Á Norðurlandi og á Vestfjörðum snjóaði í fjöllum og segir í tilkynningu frá Vegagerðinni að hálkublettir séu þar á nokkrum fjallvegum.

Á Suðurlandi virðist einnig hafa snjóað og munu sumarbústaðgestum við Þingvallavatn hafa orðið hverft við þegar krapi tók að mynast á gluggum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×