Súrmjólkurmosi dafnar á Hellisheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Magnea Magnúsdóttir við uppgræðslustörf með súrmjólkurblönduðum mosa. Mynd/Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir „Það hefur gengið alveg svakalega vel,“ segir Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri hjá Orku náttúrunnar, um aðgerðir fyrirtækisins við að nota staðargróður til uppgræðslu á framkvæmdasvæðum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag var sagt frá því að Vegagerðin hefði í fyrsta sinn sett í útboðsskilmála að nýta ætti gróður af framkvæmdastað til að ganga frá að verki loknu. Það á að gera við mislæg gatnamót Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Er þar stuðst við sömu aðferðir og Magnea Magnúsdóttir hefur beitt hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.Mynd/Magnea Magnúsdóttir„Þegar ég var að taka mastersgráðu í landgræðslufræðum í Landbúnaðarháskólanum var ég að gera tilraunir með hvernig væri best að endurheimta mosa. Þar var ég eiginlega veidd í vinnu hjá Orkuveitunni fyrir um fimm árum,“ segir Magnea sem frá þeim tíma hefur þróað aðferðir við að nota staðargróður til að lagfæra röskuð og sködduð svæði. „Þegar við bjóðum út framkvæmdir skilyrðum við í útboðsgögnum að við tökum upp gróðurinn, hvort sem það er mói, gras eða mosi. Við höldum honum til haga og svo notum við gróðurinn til að græða aftur upp raskaða svæðið,“ útskýrir Magnea. Þegar framkvæmdir hafa staðið yfir í lengri tíma hafa Magnea og samstarfsmenn hennar fryst mosa í frystigámi til að hann haldist lifandi og í lagi. Þetta var gert í stærsta verkefninu af þessu tagi hingað til þegar gufulögn var lögð frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun.Hraunhóll sem endurgerður var á borplani 2013 var klæddur árið eftir með mosa af framkvæmdasvæði Hverhlíðarlagnar.Mynd/Magnea Magnúsdóttir„Þar var notuð sú aðferð að frysta mosann í gámi því þetta tók alveg tvö ár. Það heppnaðist mjög vel. Mosinn kom mjög flottur út, grænn og fínn,“ segir hún. Mosi myndar gró einu sinni á ári en Magnea segir ekki endilega verið að leita eftir þeim þar sem mosinn vaxi klónvexti. „Þess vegna er þetta svo mögnuð planta,“ segir hún. Mosaþemba samanstandi af greinum sem standi þétt saman en losni mjög auðveldlega í sundur. „Ég hef til dæmis sett mosann í heimilisblandara og tætt hann alveg niður í pínulítil brot sem uxu svo upp. Ef maður kemur þessu af stað með því að dreifa mosanum þá er þetta fljótt að ná sér á strik og byrja að gróa,“ segir Magnea. Ef lítið væri af mosa í umhverfinu og mannshöndin kæmi ekki að þá tæki þetta lengri tíma. „Maður er eiginlega að reyna að flýta framvindunni.“ Aðferðin er ekki eingöngu notuð þar sem eru nýframkvæmdir heldur einnig til að græða eldri sár. Falli til mosi undan stæðum nýrra mannvirkja er hann notaður á gömlum röskuðum svæðum til að græða þar upp."Þarna erum við að græða upp raskað svæði við Hellisheiðarvirkjun með svokallaðri fræslægju. Slægjunni söfnuðum við á Kolviðarhólstúninu sem er við virkjunina. Henni er safnað að hausti til þegar plönturnar hafa myndað fræ,“ segir Magnea Magnúsdóttir.Mynd/Magnea MagnúsdóttirMeðal ráða sem Magnea hefur gripið til er að gera eins konar mosagraut með súrmjólk. „Súrmjólkin er dálítið eins og lím og klessir mosann við og gerir yfirborðið stöðugra. Svo er líka næring í henni,“ segir hún. Þess aðferð sé ekki mikið notuð við framkvæmdir heldur til dæmis þar sem myndast hafa rofblettir í mosaþembu vegna ryks, gufu eða annars. „Þannig að við erum í raun að setja plástur á sárin,“ segir Magnea. Hún hlær aðspurð um magnið af súrmjólk sem blandað hefur verið í mosa hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum ekki talið það saman en við höfum verið spurð hvort við værum að reka sumarbúðir þegar við vorum að kaupa súrmjólk í dunkum.“ Verktakar hafa að því er Magnea segir flestir verið jákvæðir gagnvart nýju vinnubrögðunum. „Ég kenni þeim aðferðirnar og sýni þeim myndir fyrir og eftir og þeir verða flestir spenntir. Þeim finnst gaman að gera þetta og vilja vanda sig þegar þeir sjá hvað það er góður árangur af þessu,“ segir hún.Mynd/Magnea MagnúsdóttirFramundan segir Magnea vera að þróa aðferðirnar áfram og kenna verktökum þannig að vinnubrögðin verði helst að venju. „Verktakarnir okkar fara kannski að vinna hjá einhverjum öðrum og kunna þá aðferðirnar. Við erum að fara að bora fleiri vinnsluholur uppi á heiði og notum þetta áfram í öllum verkum, fínpússum aðferðirnar sem eru að virka mjög vel.“ Landsvirkjun hefur tekið upp sömu vinnubrögð. „Þegar þau voru að byrja á Þeistareykjum komu þau til okkar upp á heiði að skoða,“ segir Magnea og játar að aðferðir Orku náttúrunnar séu þannig að þær smiti út frá sér. „Og það er mjög gaman að því að breiða út góðan boðskap.“ Mikil ánægja er hjá Orku náttúrunnar með góðan árangur með mosann. „Mér finnst mosi æðislegur og finnst að menn eigi að leyfa honum að vaxa í garðinum hjá sér og ekki alltaf vera með gras. Hann er svo grænn og fallegur allt árið,“ segir landgræðslustjórinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Það hefur gengið alveg svakalega vel,“ segir Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri hjá Orku náttúrunnar, um aðgerðir fyrirtækisins við að nota staðargróður til uppgræðslu á framkvæmdasvæðum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag var sagt frá því að Vegagerðin hefði í fyrsta sinn sett í útboðsskilmála að nýta ætti gróður af framkvæmdastað til að ganga frá að verki loknu. Það á að gera við mislæg gatnamót Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Er þar stuðst við sömu aðferðir og Magnea Magnúsdóttir hefur beitt hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.Mynd/Magnea Magnúsdóttir„Þegar ég var að taka mastersgráðu í landgræðslufræðum í Landbúnaðarháskólanum var ég að gera tilraunir með hvernig væri best að endurheimta mosa. Þar var ég eiginlega veidd í vinnu hjá Orkuveitunni fyrir um fimm árum,“ segir Magnea sem frá þeim tíma hefur þróað aðferðir við að nota staðargróður til að lagfæra röskuð og sködduð svæði. „Þegar við bjóðum út framkvæmdir skilyrðum við í útboðsgögnum að við tökum upp gróðurinn, hvort sem það er mói, gras eða mosi. Við höldum honum til haga og svo notum við gróðurinn til að græða aftur upp raskaða svæðið,“ útskýrir Magnea. Þegar framkvæmdir hafa staðið yfir í lengri tíma hafa Magnea og samstarfsmenn hennar fryst mosa í frystigámi til að hann haldist lifandi og í lagi. Þetta var gert í stærsta verkefninu af þessu tagi hingað til þegar gufulögn var lögð frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun.Hraunhóll sem endurgerður var á borplani 2013 var klæddur árið eftir með mosa af framkvæmdasvæði Hverhlíðarlagnar.Mynd/Magnea Magnúsdóttir„Þar var notuð sú aðferð að frysta mosann í gámi því þetta tók alveg tvö ár. Það heppnaðist mjög vel. Mosinn kom mjög flottur út, grænn og fínn,“ segir hún. Mosi myndar gró einu sinni á ári en Magnea segir ekki endilega verið að leita eftir þeim þar sem mosinn vaxi klónvexti. „Þess vegna er þetta svo mögnuð planta,“ segir hún. Mosaþemba samanstandi af greinum sem standi þétt saman en losni mjög auðveldlega í sundur. „Ég hef til dæmis sett mosann í heimilisblandara og tætt hann alveg niður í pínulítil brot sem uxu svo upp. Ef maður kemur þessu af stað með því að dreifa mosanum þá er þetta fljótt að ná sér á strik og byrja að gróa,“ segir Magnea. Ef lítið væri af mosa í umhverfinu og mannshöndin kæmi ekki að þá tæki þetta lengri tíma. „Maður er eiginlega að reyna að flýta framvindunni.“ Aðferðin er ekki eingöngu notuð þar sem eru nýframkvæmdir heldur einnig til að græða eldri sár. Falli til mosi undan stæðum nýrra mannvirkja er hann notaður á gömlum röskuðum svæðum til að græða þar upp."Þarna erum við að græða upp raskað svæði við Hellisheiðarvirkjun með svokallaðri fræslægju. Slægjunni söfnuðum við á Kolviðarhólstúninu sem er við virkjunina. Henni er safnað að hausti til þegar plönturnar hafa myndað fræ,“ segir Magnea Magnúsdóttir.Mynd/Magnea MagnúsdóttirMeðal ráða sem Magnea hefur gripið til er að gera eins konar mosagraut með súrmjólk. „Súrmjólkin er dálítið eins og lím og klessir mosann við og gerir yfirborðið stöðugra. Svo er líka næring í henni,“ segir hún. Þess aðferð sé ekki mikið notuð við framkvæmdir heldur til dæmis þar sem myndast hafa rofblettir í mosaþembu vegna ryks, gufu eða annars. „Þannig að við erum í raun að setja plástur á sárin,“ segir Magnea. Hún hlær aðspurð um magnið af súrmjólk sem blandað hefur verið í mosa hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum ekki talið það saman en við höfum verið spurð hvort við værum að reka sumarbúðir þegar við vorum að kaupa súrmjólk í dunkum.“ Verktakar hafa að því er Magnea segir flestir verið jákvæðir gagnvart nýju vinnubrögðunum. „Ég kenni þeim aðferðirnar og sýni þeim myndir fyrir og eftir og þeir verða flestir spenntir. Þeim finnst gaman að gera þetta og vilja vanda sig þegar þeir sjá hvað það er góður árangur af þessu,“ segir hún.Mynd/Magnea MagnúsdóttirFramundan segir Magnea vera að þróa aðferðirnar áfram og kenna verktökum þannig að vinnubrögðin verði helst að venju. „Verktakarnir okkar fara kannski að vinna hjá einhverjum öðrum og kunna þá aðferðirnar. Við erum að fara að bora fleiri vinnsluholur uppi á heiði og notum þetta áfram í öllum verkum, fínpússum aðferðirnar sem eru að virka mjög vel.“ Landsvirkjun hefur tekið upp sömu vinnubrögð. „Þegar þau voru að byrja á Þeistareykjum komu þau til okkar upp á heiði að skoða,“ segir Magnea og játar að aðferðir Orku náttúrunnar séu þannig að þær smiti út frá sér. „Og það er mjög gaman að því að breiða út góðan boðskap.“ Mikil ánægja er hjá Orku náttúrunnar með góðan árangur með mosann. „Mér finnst mosi æðislegur og finnst að menn eigi að leyfa honum að vaxa í garðinum hjá sér og ekki alltaf vera með gras. Hann er svo grænn og fallegur allt árið,“ segir landgræðslustjórinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira