Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2012 12:05 Höfðustöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira