Svarti kisinn Gosi mætir í Kvennaskólann á hverjum degi Kjartan Guðmundsson skrifar 14. október 2016 10:30 Gosi lætur fara vel um sig í kennslustund. Mynd/Ólína Ásgeirsdóttir Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Hann birtist í stofunni eða krakkarnir finna hann á göngunum og draga hann með sér inn í stofu. Svo liggur hann á gólfinu eða uppi á borðum og lætur fara vel um sig,“ segir Ásdís Arnalds, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, um námsfúsa köttinn Gosa sem virðist halda að hann sé menntaskólanemi og mætir samviskusamlega í skólann á hverjum morgni.Sigríður María Tómasdóttir, félagsgreinakennari í Kvennó, gælir við Gosa. Mynd/Ingibjörg AxelsdóttirGosi virðist líka meðvitaður um að Kvennó sé í þremur mismunandi húsum og töluverður spölur á milli þeirra, því hann skýtur reglulega upp kollinum í öllum þremur byggingum og þiggur klapp og knús frá kennurum og nemendum fegins hendi. Ásdís er þó ekki ein þeirra sem láta vel að hinum kolsvarta Gosa þegar hann birtist í Kvennó, enda er hún með ofnæmi fyrir köttum. Henni er samt hlýtt til kisa og leyfir honum góðfúslega að sækja kennslustundir. „Fyrst þegar hann kom og krakkarnir fóru að klappa honum varð ég pínu stressuð út af ofnæminu, en á meðan hann truflar ekki tímana má hann alveg vera inni í stofunni. Við vitum ekki einu sinni hvar hann býr, en krakkarnir elska hann,“ segir Ásdís. Hún bætir við að á kennarastofunni sé líka mikið rætt um Gosa og velt vöngum yfir því hvort námið sé of erfitt fyrir hann, hann sé í of mörgum einingum á yfirstandandi önn, mætingastjórinn þurfi að hafa áhyggjur af skólasókninni hjá honum og fleira í þeim dúr.Gosi sækir tíma í Kvennó, nemendum til mikillar gleði.Mynd/Ásdís ArnaldsNína Margrét Daðadóttir, nemi í Kvennó og varaformaður Fúríu, leikfélags skólans, segir Gosa ómissandi hluta af lífinu í skólanum. Hans yrði sárt saknað ef hann hætti að mæta í skólann. Kötturinn er líka tíður gestur á æfingum leikfélagsins. „Gosi er sætur og vingjarnlegur og truflar engan. Við opnum alltaf fyrir honum á æfingum, en ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann kemst inn í hinar byggingarnar. Við köllum hann Fúríuköttinn og hann er ávallt velkominn,“ segir Nína Margrét.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira