Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 09:38 Vatnsnotkun var heldur minni en á venjulegum degi en greinilega má þó sjá að eitthvað sérstakt var á seyði. Vísir/OR Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira