Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 17:19 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira