Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 09:00 Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur. Þessar myndir voru teknar þegar hópi hællisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira