Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir Árni Stefán Jónsson skrifar 30. mars 2015 15:10 Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar