Svipuð virkni í eldgosinu og í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 19:30 Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Skjálfti upp á 5,4 mældist í Bárðarbungu í morgun sem heldur áfram að síga. Vísindamenn telja að askjan sigi um hálfan til einn metra á dag. Hraunstraumurinn hefur náð í Jökulsá á Fjöllum en mikið þarf til að farvegur fljótsins breytist á afgerandi hátt. Virknin í eldgosinu er með svipuðum hætti og í gær. Lítil sem engin virkni er þó í sprungunni sem myndaðist á föstudaginn. Hraunstraumurinn fer fram um 100 metra á klukkustund og náði í morgun að Jökulsá á Fjöllum. „Hraunið og áin eru svona farin að kljást aðeins en þetta er ekkert dramatískt. Það kemur gufa þar sem vatn sýður en áin rennur aðallega framhjá hrauninu enn sem komið er og ég á ekki von á að það verði mjög dramatískir atburðir sem því fylgja,“segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra og sígur um hálfan til einn metra á dag að mati Magnúsar Tuma. Hann segir að öskjusig geti numið hundruðum metra og tekið langan tíma. „Þá breytist Bárðarbunga mikið. Ísinn sígur þá niður og það verður þarna lokuð dæld. Og ef að það gýs inn í henni getur vatn lokast þar inni og þá erum við kannski komin með ný Grímsvötn. Það gæti síðan í kjölfarið valdið verulega stórum jökulhlaupum.“Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að störfumSkjálftavirknin í Bárðarbungu hefur ekki verið óeðlilega mikil en þó mældist stór skjálfti þar í morgun upp á 5,4. Vísindamenn segja sigið og stórir skjálftar í Bárðarbungu geta þýtt að gos sé í vændum en þó sé það fjarri því að vera öruggt. „Það myndi þá vera þannig að það þegar lokið dettur niður þá eru eftir hringlaga sprungur og gæti kvika komið upp með þeim. Það er ekki víst því það er útgönguleið annarsstaðar, sem sagt út í ganginn. Það getur verið að það sé nægilegt til að taka á móti þrýstingi. Það getur verið að þakið sígi bara niður af því að það er að renna út í ganginn,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur.Haraldur segir erfitt að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi komi til með að gjósa. „Þetta er stór eldstöð og það getur verið að það sér ansi stór tankur eða kvikuþró þarna undir. Og það er ekkert ósennilegt að þarna verði virkni í nokkur ár eins og var í Kröflu, þar var virkni í níu ár,“ segir Haraldur.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira