Svona vinna vísindin Hans Guttormur Þormar skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun