Sýndu litla borgaralega ábyrgðakennd og grófu undan tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum Höskuldur Kári Schram skrifar 20. júní 2016 19:00 Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði hlutafélag í Panama árið 2014 og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tengist tveimur aflandsfélögum í Panama og Tortóla samkvæmt þeim upplýsingum sem komu fram í Panamaskjölunum svokölluðu. Vísir/Valli Júlíus Vífill Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, sýndu litla borgaralega ábyrgðakennd og grófu undan tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum í Panamamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í harðorðri niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. Júlíus Vífill stofnaði hlutafélag í Panama árið 2014 og Sveinbjörg Birna tengist tveimur aflandsfélögum í Panama og Tortóla samkvæmt þeim upplýsingum sem komu fram í Panamaskjölunum svokölluðu. Hvorugt þeirra greindi frá þessu í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Júlíus Vífill sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um málið og Sveinbjörg hefur verið í fæðingarorlofi og ætlar ekki að snúa aftur fyrr en skoðun á hagsmunaskráningu er lokið. Forsætisnefnd borgarstjórnar óskaði eftir því að innri endurskoðun og regluvörður borgarinnar færi yfir málið og einnig siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Siðanefndin skilaði sinni niðurstöðu í siðustu viku. Nefndin telur sig ekki hafa úrskurðarvald um það hvort siðareglur hafi verið brotnar en telur engu að síður að borgarfulltrúarnir hafi gengið gegn ýmsum almennum viðmiðum. Nefndin segir meðal annars í sinni niðurstöðu að það beri ekki vott um sterka borgaralega ábyrgð kjörinna fulltrúa að ráðstafa fjármunum sínum með þessum hætti. Þá segir einnig í niðurstöðunni að nefndin líti svo á að skráðar siðareglur kjörinna fulltrúa sé liður í viðleitni þeirra til að sýna almenningi fram á að þeir starfi af heilindum að almannahag. Sú ákvörðun að velja einkaeignum sínum ógagnsæjan stað í aflandsfélagi gangi þvert gegn slíkri viðleitni. Júlíus Vífill sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi talað fyrir því í borgarstjórn að bæta hagsmunaskráningu og skýra reglur sem um þær gilda - en í dag séu þær of óskýrar. Hann telur að úr því að siðanefnd hafi valið að fara þá leið sem hún fór - verði ekki betur séð en að henni hefði borið að sinna rannsóknarskyldu og veita andmælarétt. Hann telur ennfremur að hlutverk siðanefndar sé mikilvægt og því beri að vanda að úrlausn þeirra mála sem nefndin fær til umfjöllunar til að hún njóti trausts. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu í dag en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að niðurstaða nefndarinnar væri harkaleg. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar segir að niðurstaðan sé skýr. Hún á hins vegar ekki von á því að borgastjórn bregðist sérstaklega við þessu áliti. „Það er ekki borgarstjórnar að bregðast við þessari niðurstöðu. Einstaka borgarfulltrúar taka þetta til sín eins og þeir telja nauðsynlegt. En aðalmálið er að álitið liggur fyrir,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Tengist aflandsfélögum í skattaskjóli. 5. apríl 2016 14:24 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. 6. apríl 2016 06:00 Yfirlýsing frá Kastljósi: Fullyrðing Júlíusar röng því hann svaraði engum spurningum Júlíus segist hafa leiðrétt ýmislegt í símtali við Helga Seljan. Helgi segir Júlíus engum spurningum hafa svarað. 19. maí 2016 12:42 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, sýndu litla borgaralega ábyrgðakennd og grófu undan tiltrú almennings á kjörnum fulltrúum í Panamamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í harðorðri niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. Júlíus Vífill stofnaði hlutafélag í Panama árið 2014 og Sveinbjörg Birna tengist tveimur aflandsfélögum í Panama og Tortóla samkvæmt þeim upplýsingum sem komu fram í Panamaskjölunum svokölluðu. Hvorugt þeirra greindi frá þessu í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Júlíus Vífill sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um málið og Sveinbjörg hefur verið í fæðingarorlofi og ætlar ekki að snúa aftur fyrr en skoðun á hagsmunaskráningu er lokið. Forsætisnefnd borgarstjórnar óskaði eftir því að innri endurskoðun og regluvörður borgarinnar færi yfir málið og einnig siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Siðanefndin skilaði sinni niðurstöðu í siðustu viku. Nefndin telur sig ekki hafa úrskurðarvald um það hvort siðareglur hafi verið brotnar en telur engu að síður að borgarfulltrúarnir hafi gengið gegn ýmsum almennum viðmiðum. Nefndin segir meðal annars í sinni niðurstöðu að það beri ekki vott um sterka borgaralega ábyrgð kjörinna fulltrúa að ráðstafa fjármunum sínum með þessum hætti. Þá segir einnig í niðurstöðunni að nefndin líti svo á að skráðar siðareglur kjörinna fulltrúa sé liður í viðleitni þeirra til að sýna almenningi fram á að þeir starfi af heilindum að almannahag. Sú ákvörðun að velja einkaeignum sínum ógagnsæjan stað í aflandsfélagi gangi þvert gegn slíkri viðleitni. Júlíus Vífill sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi talað fyrir því í borgarstjórn að bæta hagsmunaskráningu og skýra reglur sem um þær gilda - en í dag séu þær of óskýrar. Hann telur að úr því að siðanefnd hafi valið að fara þá leið sem hún fór - verði ekki betur séð en að henni hefði borið að sinna rannsóknarskyldu og veita andmælarétt. Hann telur ennfremur að hlutverk siðanefndar sé mikilvægt og því beri að vanda að úrlausn þeirra mála sem nefndin fær til umfjöllunar til að hún njóti trausts. Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu í dag en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að niðurstaða nefndarinnar væri harkaleg. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar segir að niðurstaðan sé skýr. Hún á hins vegar ekki von á því að borgastjórn bregðist sérstaklega við þessu áliti. „Það er ekki borgarstjórnar að bregðast við þessari niðurstöðu. Einstaka borgarfulltrúar taka þetta til sín eins og þeir telja nauðsynlegt. En aðalmálið er að álitið liggur fyrir,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Tengist aflandsfélögum í skattaskjóli. 5. apríl 2016 14:24 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. 6. apríl 2016 06:00 Yfirlýsing frá Kastljósi: Fullyrðing Júlíusar röng því hann svaraði engum spurningum Júlíus segist hafa leiðrétt ýmislegt í símtali við Helga Seljan. Helgi segir Júlíus engum spurningum hafa svarað. 19. maí 2016 12:42 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Tengist aflandsfélögum í skattaskjóli. 5. apríl 2016 14:24
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. 6. apríl 2016 06:00
Yfirlýsing frá Kastljósi: Fullyrðing Júlíusar röng því hann svaraði engum spurningum Júlíus segist hafa leiðrétt ýmislegt í símtali við Helga Seljan. Helgi segir Júlíus engum spurningum hafa svarað. 19. maí 2016 12:42
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent