Hús og heimili

Fréttamynd

Sjarmerandi eign í gamla Vestur­bænum

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur má finna fallega og mikið endurnýjaða 94 fermetra íbúð á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1954. Ásett verð er 82,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Saltblár er litur ársins hjá KitchenAid

Þann 8. febrúar síðastliðinn afhjúpaði KitchenAid lit ársins 2024: Blue Salt. Blue Salt eða Saltblár er lillablár litur með hárfínum litaskiptum, rauðleitri perluáferð sem skiptir mjúklega litatónum eftir því hvar ljósið lendir á litnum. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hjarðhegðun Ís­lendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

Lífið
Fréttamynd

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

Lífið
Fréttamynd

Fimm fantaflottar miðbæjarperlur

Í miðborg Reykjavíkur má finna fjölda eigna í öllum stærðum og gerðum. Sögufræg hús, nýjar eignir, lúxusíbúðir og allt þar á milli. Lífið á Vísi tók saman nokkrar eignir sem má finna í póstnúmeri 101.

Lífið
Fréttamynd

Andrea Róberts selur í Garða­bænum

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Tjarnarflöt í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1967 og er á einni hæð. Ásett verð er 189 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fluttu úr mið­bænum í ein­staka náttúru­para­dís

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og kærastan hans, Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona, fluttu nýverið úr miðbæ Reykjavíkur og festu kaup á sumarhúsi í landi Miðdals við Silungatjörn í Mosfellsbæ. Húsið er staðsett á 5000 fermetra eignarlóð með einstöku útsýni og veiðileyfi í tjörninni.

Lífið
Fréttamynd

Rólan telst sam­þykkt

Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg.

Innlent
Fréttamynd

Anna Ei­ríks selur ein­býli með heilsu­rækt

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Fannafold í Grafarvogi á sölu. Húsið er 275 fermetrar að stærð og var byggt árið 1984. Ásett verð fyrir eignina er 174 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Anton vill tæpar 600 milljónir fyrir nýja einbýlið

Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett verðmiða á risastórt einbýlishús sem hann hefur verið með í smíðum á Arnarnesinu undanfarin ár. Anton Kristinn vill 590 milljónir króna fyrir húsið en fasteignamat þess er upp á 258 milljónir króna. Húsið er það langdýrasta til sölu á Íslandi um þessar mundir.

Lífið