Vistaskipti

Fréttamynd

Leiðir ný­sköpun og þróun hjá Héðni

Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján er nýr regluvörður Kviku banka

Kristján Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf regluvarðar Kviku banka. Kristján tekur við starfinu af Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur sem hefur tekið við sem ritari stjórnar bankans og mun starfa á lögfræðisviði. Regluvörður heyrir undir forstjóra bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­valdur er nýr tækni­stjóri Miðeindar

Þorvaldur Páll Helgason hefur gengið til liðs við Miðeind, hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku. Hann tekur við starfi tæknistjóra (CTO) og hefur yfirumsjón með tækni- og vöruþróun fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekur við markaðs­málunum hjá Advania

Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðstoðarmaður Ásmundar í tímabundið leyfi

Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, fer í tímabundið leyfi frá störfum frá fyrsta nóvember. Leyfinu mun ljúka þann 30. apríl á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent