Írak

Fréttamynd

Hersveitir fljótlega frá Írak?

Það verður ekki þörf á öllum þeim hersveitum sem eru í Írak miklu lengur að mati Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Íhugaði árás á Al-Jazeera

George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag.

Erlent
Fréttamynd

Írakar biðla til Írana um hjálp

Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak.

Erlent
Fréttamynd

Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu

Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Galloway fékk fé frá Írökum

Bandarísk þingnefnd hefur sakað breska þingmanninn George Galloway um að hafa logið að sér þegar hann staðhæfði eiðsvarinn fyrr á þessu ári að hann hefði engar greiðslur fengið í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti tuttugu látnir

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskráin líklega samþykkt

Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir.

Erlent
Fréttamynd

Árásir settu mark sitt á daginn

Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn.

Erlent
Fréttamynd

110 uppreisnarmenn handsamaðir

Bandarískar hersveitir hafa handsamað hundrað og tíu uppreisnarmenn í borginni Haklanía í Írak undanfarna tvo daga. Vel á þriðja þúsund hermanna hafa gengið í hvert hús í borginni sem er eitt helsta vígi uppreisnarmanna við landamæri Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að lífi Saddams verði þyrmt

Uppreisnarmenn í Írak eru nú sagðir eiga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um að hætta árásum í skiptum fyrir líf Saddams Husseins. Þessu heldur Jalal Talabani, forseti Íraks, fram.

Erlent
Fréttamynd

Kosningalögum í Írak breytt

Umdeildum kosningalögum í Írak verður breytt vegna gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og mótmæla stjórnmálaleiðtoga. Kosið verður um nýja stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október næstkomandi og voru taldar þónokkrar líkur á að stjórnarskráin yrði felld.

Erlent
Fréttamynd

57 uppreisnarmenn fallnir

Minnst fimmtíu og sjö uppreisnarmenn hafa fallið í árásum bandaríska hersins í norðvesturhluta Íraks undanfarna þrjá daga. Áhlaup hersins á vígi uppreisnarmanna hófst í borginni Sadah á laugardaginn en hefur síðan færst yfir til borganna Karabíla og Rúmana.

Erlent
Fréttamynd

Morðtilræði við írakskan ráðherra

Olíumálaráðherra Íraks slapp naumlega undan morðtilræði í morgun. Nokkrir menn hófu skothríð á bifreið ráðherrans þegar hann var á leið til vinnu. Þrír lífverðir hans særðust alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

50 látnir - 100 særðir

Að minnsta kosti 50 manns eru sagðar látnir og 100 særðir eftir að röð bílsprengna sprakk norður af Bagdad fyrir stundu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ódæðið að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Varar við auknu ofbeldi í Írak

George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við auknu ofbeldi í Írak á næstunni, eða þar til kosið yrði um nýja stjórnarskrá landsins. Sex fórust og þrjátíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við skráningarstöð írakska hersins við landamæri Sýrlands í dag.

Erlent
Fréttamynd

Margir særðir eftir sprengjuárás

<font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font>

Erlent
Fréttamynd

22 lík finnast í Írak

Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Engin tímatafla um brottflutning

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Tal Afar snúa heim

Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir borgarar létust

Tveir óbreyttir borgarar létust þegar skotbardagar brutust út á milli breskra hermanna og mótmælenda í borginni Basra í Írak í gærkvöldi. Fyrr um daginn voru tveir breskir leyniþjónustumenn í dulargervi handteknir fyrir að skjóta að írökskum lögreglumönnum sem gerðu sig líklega til að handsama þá.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamaður NY Times myrtur

Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina.

Erlent
Fréttamynd

440 uppreisnarmenn handsamaðir

Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Írak: Meira en 20 látnir í morgun

Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Sjítum sagt stríð á hendur

Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum.

Erlent
Fréttamynd

Blóðbað í Bagdad í dag

Hrina sprengju- og skotárása kostaði hátt á annað hundrað manns lífið í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast vera ábyrg og hóta frekari aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

114 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Minnst 114 manns létust og156 eru særðir eftir sjálfsmorðsárás í hverfi sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta er næst mannskæðasta sjálfsmorðsárás í landinu frá stríðslokum.

Erlent
Fréttamynd

Írak: 130 látnir eftir morguninn

Eitthundrað og þrjátíu manns létu lífið og yfir eitthundrað og fimmtíu særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast hafa byrjað herferð sjálfsmorðsárása.

Erlent
Fréttamynd

Landamærunum að Sýrlandi lokað

Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin.

Erlent