Pólland

Fréttamynd

Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur

Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja for­setann að sóa ekki meiri tíma

Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Þóttist vera gína og fór svo ránshendi um tóma verslun

Saksóknarar í Varsjá hafa ákært 22 ára mann fyrir rán en hann er sakaður um að hafa rænt verslun með því að þykjast vera gína. Maðurinn stóð hreyfingarlaus í glugga verslunarinnar með poka, þar til starfsmenn fóru heim án þess að átta sig á því að hann væri þar inni.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur for­seta til að kalla saman þing sem fyrst

Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan tryggði sér meiri­hluta at­kvæða

Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Pólska ríkis­stjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“

Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Pól­landi: Tví­sýnt hvernig fer

Kjör­dagur er runninn upp í Pól­landi þar sem þing­kosningar fara fram í dag. Kjör­staðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðar­tíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Sam­hliða ganga Pól­verjar til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðana­kannanir er alls ó­víst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi sam­steypu­stjórn.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Pól­landi

Eftir innan við mánuð fara fram þingkosningar í Póllandi. Ekki er gott að spá hvort stjórnarflokkurinn PiS (Lög og Réttlæti) muni bera sigur af hólmi eða hvort stjórnandstaðan sigri og færi landið aftur á braut lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­lög pólsku stjórnarinnar í höndum fjar­hægri­flokks

Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Tomasz

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tomasz Miastkowski, 46 ára, frá Póllandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Tomasz er ekki talinn hættulegur.

Innlent
Fréttamynd

Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum

Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent
Fréttamynd

Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann

Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 

Lífið
Fréttamynd

Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu

Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur.

Erlent