Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“

Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum

Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum.

Innlent
Fréttamynd

Doktorsgráðan skilar launalækkun

Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða mismunun í dönskum háskóla

Íslenskir námsmenn hafa lent í stappi við danskan háskóla vegna krafna um dönskukunnáttu. Mögulega brot á samningi milli Norðurlandanna. María Ósk Bender flutti út með fjölskylduna en var synjað þegar þangað var komið.

Innlent
Fréttamynd

Mál Snorra í Betel minnir á Pussy Riot

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, líkir dómnum í Rússlandi þar sem stúlkurnar þrjár úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi við brottvikningu Snorra í Betel úr kennarastarfi á Akureyri í nýjum pistli á bloggsíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Svafa Grönfeldt er nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Dr. Svafa Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskóla Íslands í stað Guðfinnu S. Bjarnadóttur, sem hefur verið rektor skólans frá stofnun hans 1998. Svafa hefur verið aðstoðarforstjóri Actavis frá því í október í fyrra. Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs HR tilkynnti starfsmönnum skólans þetta á fundi sem haldinn var klukkan 15:30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum

Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu.

Innlent
Fréttamynd

Hjallastefna fær hæsta styrkinn

Hjallastefnan fær hæsta styrkinn sem úthlutað er úr Þróunarsjóði grunnskóla þetta árið. Hjallastefnan fær eina milljón króna í styrk til þróunar kynjanámskrár.

Innlent
Fréttamynd

Öll aðildarfélög styðja samkomulagið

Stjórnir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands styðja samkomulag sambandsins við menntamálaráðherra um samstarf í skólamálum. Samkomulagið, sem var gert eftir miklar deilur um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs, hefur verið gagnrýnt af kennurum í mörgum skólum.

Innlent
Fréttamynd

Öll undir sama þak

1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra efins um framhaldið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að samræmd próf í núverandi mynd, í framhaldsskólum heyri líklega sögunni til, hún var þó ekki reiðubúin að slá þau af fyrr en að höfðu samráði við fagaðila.

Innlent
Fréttamynd

Flestir skiluðu auðu

Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum.

Innlent
Fréttamynd

Skila auðu til að mótmæla prófum

Samræmd stúdentspróf hefjast í framhaldsskólum landsins í dag en óvíst er hversu mikil þátttakan í þeim verður. Fjöldi framhaldsskólanema er ósáttur við prófin og hótar að skila auðum prófúrlausnum í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Innlent
Fréttamynd

Hefur hækkað um tvo þriðju

Árlegt framlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri háskólamenntaðir

23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru háskólamenntuð en aðeins tólf prósent íbúa landsbyggðarinnar. Rúmlega helmingur landsbyggðarfólks hefur aðeins lokið grunnnámi en þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Flestir þreyttu samræmdu prófin

97 prósent nemenda í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyttu samræmd próf í stærðfræði og íslensku í síðasta mánuði. Einn af hverjum þrjátíu nemendum fékk hins vegar undanþágu frá Námsmatsstofnun og þurfti því ekki að þreyta prófin.

Innlent