Reykjavík

Fréttamynd

Lögn undir dal á 410 milljónir

Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Stígi varlega til jarðar varðandi Uber

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar.

Innlent
Fréttamynd

Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum

Háskólanemi frá Grikklandi hefur búið ásamt kærasta sínum í tjaldi í Laugardal frá því í júní og hyggst búa þar fram á haust. Katerina Parouka segist ekki kvíða kuldanum sem fylgi haustinu heldur njóti hún þess að sofa í tjaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða

Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum

Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september.

Innlent
Fréttamynd

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum

Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Segir laun forstjórans hneyksli

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Innlent