Reykjanesbær

Fréttamynd

„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“

Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur mega taka sér blund í Keili

Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­bær tekur á móti 350 flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna

Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skyggni orðið afar slæmt

Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í Höfnum inni­lokaðir í fleiri sólar­hringa

Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

Innlent
Fréttamynd

Paddy's fær að heita Paddy's

Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“

Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við.

Innlent
Fréttamynd

Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta

Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 

Innlent
Fréttamynd

HS Orka eykur fram­leiðslu­getu á Reykja­nesi

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að við komumst aldrei heim“

Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni.

Innlent