Suðurnesjabær

Fréttamynd

Skip­stjórinn og tveir stýri­menn hand­teknir vegna sjó­slyssins

Skipstjóri skipsins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í nótt. Allt bendir til þess að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum en var naumlega bjargað. Auk skipstjórans eru tveir stýrimenn í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum

Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“

Innlent
Fréttamynd

Vís­bending um að flutninga­­skip hafi hvolft bátnum

Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs.

Innlent
Fréttamynd

Bilaður mælir en ekki hættu­á­stand í Garðinum

Íbúar í Garðinum geta andað léttar eftir að í ljós kom að ekki ríkir hættuástand vegna gasmengunar í bænum. Tilkynning þess efnis barst frá almannavörnum síðdegis í dag en svo kom í ljós að mælirinn var bilaður.

Innlent
Fréttamynd

Salvador á Djúpa­vogi reyndist heita Buszek og búa í Sand­gerði

Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi.

Lífið
Fréttamynd

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Á annarri hendi í gegnum lífið eftir hræði­legt slys

Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti af henni hægri handlegginn ofan við olnboga og lífið varð aldrei samt. Síðan er liðin tæplega hálf öld og Ingibjörg segir málið óuppgert enda átti að vera óhugsandi að slysið myndi gerast hefði öryggisbúnaður notaður. 

Innlent
Fréttamynd

Orkuinnviðum á Suður­nesjum ógnað

Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni.

Skoðun
Fréttamynd

Sund­laugar Suður­nesja geta opnað á ný

Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan.

Innlent
Fréttamynd

Píparar á­fram til taks

Píparasveit almannannavarna verður áfram til taks fyrir íbúa Suðurnesja. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags

Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin.

Innlent
Fréttamynd

Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum

Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er um lengri tíma við­burði að ræða“

Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 

Innlent