Ölfus

Fréttamynd

Vanda sig, takk!

Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material

Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð.

Skoðun
Fréttamynd

Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið

Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda

Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af fullur og próf­laus

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært pólskan ríkisborgara á þrítugsaldri fyrir að aka undir áhrifum áfengis án ökuréttinda en ökumaðurinn sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur. Hann olli árekstri er hann reyndi að flýja lögreglu. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ólga meðal aðventista vegna sölu á heilu fjalli

Gavin Anthony, formaður Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi, sem eiga Litla-Sandfell sem til stendur að nýta sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, segir að sér lítist vel á verkefnið. Samkvæmt heimildum Vísis fer því þó fjarri að allir innan safnaðarins séu á eitt sáttir um hvernig að málum er staðið.

Innlent
Fréttamynd

Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni

Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Þorpið mitt

Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt.

Skoðun
Fréttamynd

Berum virðingu, vöndum okkur

Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum sagt upp hjá Fagus

Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest.

Viðskipti innlent