Árborg

Fréttamynd

Nýjar rafmagnsklippur reyndust vel í Árborg

Rafmagnsklippur sem Brunavarnir Árnessýslu fjárfestu nýlega í komu sér vel á vettvangi harkalegs áreksturs á Gaulverjabæjarvegi í Árborg á fimmta tímanum í gær. Tveir fólksbílar skullu saman við Hraunsá nærri Stokkseyri.

Innlent
Fréttamynd

Taka vel í hugmyndir um upptöku veggjalda

Bæjarstjórar Akraness og Árborgar eru jákvæðir gagnvart hugmyndum um veggjöld og telja þær einu leiðina til að fjármagna löngu tímabærar samgönguúrbætur. Fram kom í haust að ekki stæði til að taka upp veggjöld á Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú hundruð ný störf á Selfossi

Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins.

Innlent
Fréttamynd

Sannfærð um íkveikju og ósátt við ákvörðun lögreglu

Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar kveikt var í heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju.

Innlent
Fréttamynd

Allir voru velkomnir í Tryggvaskála

Einstæðingar voru alltaf velkomnir í mat á aðfangadag í Tryggvaskála á Selfossi þegar hjónin Kristín og Brynjólfur bjuggu þar og ráku hótel um áratuga skeið.

Jól
Fréttamynd

Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni

Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma.

Innlent
Fréttamynd

Fischer-setrið líklegasta nafnið

Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira, segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum

Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist.

Innlent