Árborg

Fréttamynd

Byssusýning á Stokkseyri um helgina

Það verður mikið um að vera í Veiðisafninu á Stokkseyri um helgina því þar stendur yfir byssusýning þar sem úrval skotvopna og búnaðar til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði er til sýnis. Eigandi Veiðisafnsins segir að konur séu að koma mjög öflugar inn í skotveiðina.

Innlent
Fréttamynd

95 ára sprækur hestamaður

Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja göngu­brú við hlið nú­verandi Ölfus­ár­brúar

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá.

Innlent
Fréttamynd

Kardóbær

Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Hjartar­son er látinn

Jón Hjartarson, fyrrverandi skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri, fræðslustjóri Suðurlands, forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands og framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands er látinn. Hann lést síðastliðinn sunnudag, 78 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Bráðamóttakan á Selfossi - Erfið staða um helgina

Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert.

Innlent
Fréttamynd

Þung staða á bráða­mót­tökunni á Sel­fossi

Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt.

Innlent
Fréttamynd

Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu

Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða

Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi

Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld.

Innlent
Fréttamynd

Gunna Tryggva færir Sel­fyssingum veg­lega gjöf með skýrum skil­yrðum

Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Menning