Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Var við dauðans dyr sextán ára

„Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs

Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs.  

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins

Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Innlent
Fréttamynd

Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30.

Fréttir
Fréttamynd

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos

Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gengi­legur hug­taka­ruglingur að kalla þrettánda­skessuna of­beldis­hótun

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær.

Innlent
Fréttamynd

Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur

Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar.

Innlent
Fréttamynd

Tröll og forynjur

Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn haft sam­band við Eddu: „Þetta er búið og gert“

Stjórn ÍBV hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þrettándagleði sem fram fór síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjum. Gagnrýnin snýr að því að nafn Eddu Falak var ritað á tröll sem tók þátt í göngunni. Edda hefur lýst því yfir að hún upplifi atvikið sem ofbeldi og rasisma. Formaður ÍBV segir málið búið og gert og staðfesti að enginn hafi haft samband við Eddu vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

ÍBV biðst vel­virðingar á nafn­bót þrettánda­skessu í Eyjum

Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Rammi sam­einast

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við sjáum þetta snjó­magn ekki oft“

Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Allur Vest­manna­eyja­bær þakinn snjó

Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar

Þær fréttir bárust í dag að innviðaráðuneytið hefði náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku.

Skoðun
Fréttamynd

Hefja á­ætlunar­flug til Vest­manna­eyja á ný

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020.

Innlent