Innlendar

Fréttamynd

Haukar fóru létt með HK

Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar.

Sport
Fréttamynd

Samdi við KR í dag

Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR.

Sport
Fréttamynd

Laugardalsvöllur stækkaður

Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna.

Sport
Fréttamynd

Páll Einarsson í Fylki

Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík.

Sport
Fréttamynd

Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Björn setti Íslandsmet

Hlauparinn Björn Margeirsson setti Íslandsmet í 2000 metra hlaupi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar hann hljóp vegalengdina á 5 mínútum og 25,23 sekúndum. Þetta var fyrsta Íslandsmetið sem slegið hefur verið í nýju höllinni.

Sport
Fréttamynd

Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS

Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Mætir Makedóníu á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM sem fram fer í Svíþjóð eftir eitt ár. Fyrri leikur liðanna verður hér á landi í maí og liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur, tryggir sér þáttökurétt á mótinu.

Sport
Fréttamynd

ÍBV lagði ÍR

Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi.

Sport
Fréttamynd

Fram hafði betur í toppslagnum

Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Skallagrím

Grindvíkingar lögðu Skallagrím á heimavelli sínum í Grindavík í dag 92-89. Bandaríkjamaðurinn Jeremiah Johnson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig, en Jovan Zdravevski skoraði 23 stig fyrir gestina. Þetta var því góður dagur í Grindavík, því fyrr um daginn vann kvennaliðið góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Grindavík hafði betur í grannaslagnum

Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins.

Sport
Fréttamynd

Valur tapaði í Digranesi

Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar úr leik

Keflvíkingar eru úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta eftir 105-90 tap fyrir Madeira frá Portúgal ytra í kvöld. Madeira vann því báða leikina nokkuð sannfærandi og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík lagði Fjölni

Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum.

Sport
Fréttamynd

Viggó valdi 15 manna hóp í dag

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í dag 15 manna hóp sem fer á Evrópumótið í handbolta í Sviss í janúar. Eitt sæti er enn laust í hópnum, en Viggó mun fylla það sæti á milli jóla og nýárs.

Sport
Fréttamynd

Haukar höfðu sigur á ÍR

Haukar lögðu ÍR í Austurbergi í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta 33-29, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-14 fyrir gestina. Guðmundur Pedersen skoraði 8 mörk fyrir Hauka, öll úr vítum, en Tryggvi Haraldsson, Ísleifur Sigurðsson, Ragnar Helgason og Hafsteinn Ingason skoruðu allir 5 mörk hver fyrir ÍR.

Sport
Fréttamynd

ÍR tekur á móti Haukum

Einn leikur fer fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:15. Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, en ÍR er í áttunda sætinu með 11 stig úr 12 leikjum.

Sport
Fréttamynd

Jón Oddur og Kristín Rós íþróttamenn ársins

Íþróttamenn ársins í karla- og kvennaflokki hjá íþróttasambandi fatlaðra voru tilkynntir í dag. Fyrir valinu urðu þau Jón Oddur Halldórsson frjálsíþróttamaður og Kristín Rós Hákonardóttir sundkona.

Sport
Fréttamynd

Dregið í undanúrslit

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í karlaflokki í bikarkeppninni. Það verða annarsvegar Stjarnan og ÍBV og hinsvegar Haukar og Fram sem mætast í undanúrslitunum. Leikirnir fara fram um miðjan febrúar.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir mæta Þór Þorlákshöfn

Í dag var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Bikarmeistarar Njarðvíkur í karlaflokki sækja Þór frá Þorlákshöfn heim, en kvennalið Hauka sem sigraði í keppninni í vor, tekur á móti Tindastól.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnumenn ársins

Eiður Smári Guðjohnsen og Ásthildur Helgadóttir voru nú síðdegis kosin knattspyrnumenn ársins við árlega athöfn á Hótel Nordica. Í öðru sæti í karlaflokki varð Hermann Hreiðarsson, en Margrét Lára Viðarsdóttir varð önnur í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir úr leik

Íslenska sundfólkið, Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru úr leik á Evrópumeistaramótinu í Trieste á Ítalíu en þau luku keppni í morgun. Jakob hafnaði í 19. sæti af 34 keppendum í undanrásum í 200 metra bringusundi en hann synti á 2 mín og 12.45 sek í morgun. Ragnheiður varð í 24. sæti af 41 keppanda í undanrásum í 50 metra skriðsundi en hún synti á 25.93 sek.

Sport
Fréttamynd

KA úr leik í Evrópu

KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Týndu synirnir komnir heim

Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarson skrifuðu í gær undir nýja samninga við Víking Reykjavík til ársloka 2007. "Það er mjög ánægjulegt að búið sé að ganga frá málum varðandi þessa leikmenn og ljóst að nú styrkist leikmannahópurinn til muna en hann var ágætur fyrir. Víkingur gerði rétt með því að lána þá síðasta sumar, nú er liðið komið aftur upp og fær leikmennina sterkari til baka," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, með bros á vör eftir undirskriftina.

Sport
Fréttamynd

Atli baðst afsökunar

Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, greindi frá því á heimasíðu félagsins í gær að Atli Eðvaldsson, þjálfari félagsins, hefði beðist afsökunar á seinni yfirlýsingu sinni um Pál Einarsson sem bar heitið "leikmaðurinn Páll Einarsson" og birtist í Fréttablaðinu í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í kaflaskiptum leik

Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27.

Sport