Fjallamennska

Fréttamynd

„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“

“Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. 

Lífið
Fréttamynd

Leitin að John Snorra og sam­ferða­mönnum mikil á­skorun

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, segir það mikla áskorun að standa í leitarleiðangri upp á fjallið og framleiða heimildarmynd á sama tíma. Hann er nú á leið upp fjallið til að leita að John Snorra og samferðamönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Hefja leit að John Snorra og Sadpara

Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Látin eftir slys í Hval­firði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Innlent
Fréttamynd

Útför Johns Snorra í næstu viku

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Innlent
Fréttamynd

Komnir niður í aðrar búðir Everest

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið.

Lífið
Fréttamynd

„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið
Fréttamynd

Hvergi bangnir þrátt fyrir faraldur í grunnbúðum

Nokkur fjöldi fjallagarpa hefur þurft að hætta við að ganga á Everest-fjall síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í grunnbúðum. Íslendingar á svæðinu segjast gæta vel að sóttvörnum en að faraldurinn hafi ekki haft mikil áhrif á þeirra leiðangur.

Innlent
Fréttamynd

250 þúsund manns reyndu að vinna Íslandsferð

66°Norður í samstarfi við samfélagsmiðilinn Strava stóð fyrir hreyfiátaki þar sem notendur gátu skráð sig til leiks og áttu kost á því að vinna ferð til Íslands ef þeir myndu hreyfa sig þrisvar í viku í tvær vikur í röð. 

Lífið
Fréttamynd

Venju­legir mann­broddar duga ekki á gos­stöðvarnar

Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt.

Innlent
Fréttamynd

Börnin montin en öll sam­mála um að ekki þurfi að fara aftur

Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð.

Lífið