Innlent

Fréttamynd

Þrjú stórhveli komin á land

„Þetta er góð byrjun, þetta hefur farið vel af stað," sagði Kristján Loftsson, stjórnar­formaður Hvals hf., kampakátur eftir að fyrsti hvalur vertíðarinnar, meðalstór langreyður, var dreginn á land í Hvalfirði síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Haldið sofandi í öndunarvél

Starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem, sem brenndist illa í sprengingu fyrr í kvöld, er haldið sofandi í öndunarvél. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Elkem vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Dísa orðin amma

Oft má lesa áhugaverðar fréttir á vefum sveitarfélaga landsins. Á vef Reykhólahrepps segir að Dísa Guðrún Sverrisdóttir á Reykhólum hafi orðið amma í fyrsta sinn á laugardaginn þegar dóttir hennar Hulda Ösp Atladóttir ól manni sínum Baldri Guðmundssyni blaðamanni á DV myndarlegan dreng.

Innlent
Fréttamynd

Snælandsvídeo á hálum ís

Starfsmaður Snælandsvídeo í Hafnarfirði kvartaði til Persónuverndar yfir því að eftirlitsmyndavél væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Fulltrúar Persónuverndar fóru á vídjóleiguna og breyttu sjónarhorni myndavélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefja viðræður við Garðabæ

Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Garðabæ um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Álftanes kemur fram að farið sé eftir vilja íbúanna en borgarstjóri Reykjavíkur hefur lýst yfir áhuga á að Álftanes sameinist höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi

Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum

Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við

Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hvalirnir komnir á land

Kjötið af langreyðunum sem voru skotnar í gær verður selt á innlendum og erlendum mörkuðum að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. Hann segist þegar vera búinn að finna kaupendur og er bjartsýnn á að hvalavertíðin verði góð. Höskuldur Kári Schram var í Hvalfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar kanna Drekasvæðið

Kínverska ríkisolíufélagið Sinopec, sem hefur víðtæka reynslu af olíuborun á miklu hafdýpi, hefur ákveðið að gera forkönnun á fyrirliggjandi gögnum um Drekasvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fallið frá kyrrsetningu eigna

Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn ölvaður tvisvar sömu helgi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstru á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn þeirra var fyrst stöðvaður á föstudagskvöldi en svo aftur á laugardagskvöldinu tveim tímum eftir að honum var sleppt úr haldi vegna fyrri ölvunarakstursins.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Guðmundu Tý: Hótaði börnum ekki limlestingum

Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar, segir í yfirlýsingu að fagni ákvörðun Barnaverndarstofu að halda rekstri meðferðarheimilis áfram. Hann segir það hins vegar aðför að æru sinni að hann hafi hótað börnunum limlestingum og ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Viðrar vel til skákiðkunar

"Stemningin er mjög góð. Hingað eru að streyma góðir gestir á öllum aldri. Hér er bjart, blæs örlítið, en veðrar mjög vel til skákiðkunar," segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur og óþreytandi skákjöfur. Hrafn á veg og vanda af skákhátíð sem haldin er í Djúpuvík í Árneshreppi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Össur hlynntur þjóðstjórn

Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Aðildarviðræður tengdar Icesave

Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið.

Erlent
Fréttamynd

SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi

Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb.

Innlent
Fréttamynd

Vill halda í gamla stjórann

Svein Harald Øygard er álitlegasti eftirmaður norska seðlabankastjórans. Þetta hefur norska dagblaðið Dagens Næringsliv eftir Svein Gjedrem, núverandi bankastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Seinkar um allt að tólf mánuði

Landhelgisgæslan á von á nýju varðskipi, V/S Þór, en það hefur verið í smíðum í skipasmíðastöð í Chile frá því í október 2007. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið yrði afhent fyrri hluta ársins í ár en jarðskjálftinn sem varð í Chile í febrúar setti strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknir tveggja dýralækna stöðvaðar

Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna.

Innlent
Fréttamynd

Líðan mannsins orðin stöðug

Maður sem fluttur var á slysadeild að kvöldi 17. júní eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Írabakka, er kominn á almenna deild. Hann dvaldi á gjörgæslu fyrstu nóttina vegna gruns um reykeitrun, en líðan hans er nú stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Krían í miklum erfiðleikum

Sandsílastofninn á Íslandi hefur minnkað á síðustu árum, meðan annars vegna hlýnunar sjávar. Nýliðun sandsíla brást á árunum 2005 og 2006 og hefur það haft gífurleg áhrif á margar sjófuglstegundir við strendur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Dofri og Sigrún Elsa hætta

Hvorki Dofri Hermannsson né Sigrún Elsa Smáradóttir, sem skipuðu sjötta og sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, taka sæti nefndum eða ráðum á vegum borgarinnar sem skipað hefur verið í á nýjan leik.

Innlent
Fréttamynd

Aukið álag á heilbrigðisstofnanir vegna eldgossins

Heildarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið metinn 41,5 milljónir króna. Kostnaðurinn hefur að mestu fallið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en áætlað er að alls muni gosið kosta HSu 32,8 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánin líklega ólögmæt

„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni

„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að stinga rangan mann

Fjórir menn í annar­legu ástandi réðust inn í íbúð í sunnanverðum Hafnarfirði á laugardaginn var vopnaðir hnífum og réðust að húsráðanda sem þar var með ungum syni sínum.

Innlent
Fréttamynd

Engin áhrif á eignir lífeyrissjóða

Dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána hefur engin áhrif á eignasafn lífeyrissjóðanna, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Innlent