Grunnskólar

Fréttamynd

Listin að segja...og þegja

Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin.

Skoðun
Fréttamynd

Blöskraði aga­leysið í grunn­skólanum og breytti um stefnu

„Því miður er orðið minna og minna um að börn og unglingar og, þá sér í lagi strákar, fái að tuskast aðeins til og kynnast sínum eigin styrk og veikleikum,“ segir Sigursteinn Snorrason baradagalistaþjálfari og eigandi bardagaskólans Mudo Gym. Sigursteinn varð fyrir einelti í grunnskóla og var það ein stærsta ástæða þess að hann byrjaði að æfa bardagalistir.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir ­brot gegn barni

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frum­varp um kristin­fræði í grunn­skólum

Sex þing­menn á vegum Sjálf­stæðis­flokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristin­fræði verði aftur kennd í grunn­skólum landsins. Þing­mennirnir hafa lagt fram frum­varp vegna málsins og leggja til að kristin­fræði verði kennd auk trúar­bragða­fræði.

Innlent
Fréttamynd

Liður í að jafna tæki­færi allra barna

Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðun nemanda á um­ræðunni um far­síma­bann

Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma

„Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Nám fyrir alla: Jafn­ræði í menntun

Úr 17. grein lögum um grunnskóla: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis”. Mér er reglulega hugsað til þessarar greinar þegar ég hugsa um nemendur sem eru með fatlanir sem ekki sjást utan á þeim, og baráttu sem á sér stað í þessu kassalaga kerfi okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­fræðsla- hvað felst í henni?

Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­tökin '78 hafi ekkert að gera með kyn­fræðslu

Fræðslu­stýra Sam­takanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í um­ræðum um kyn­fræðslu barna og ung­linga á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga að sam­tökin fari með kyn­fræðslu í grunn­skólum. Heitar um­ræður hafa skapast um kyn­fræðslu barna í grunn­skólum og skjá­skot úr kennslu­efni sett fram á mis­vísandi hátt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er

Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 

Innlent
Fréttamynd

Telja mikil­vægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða

Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis

Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Við­horf sveitar­fé­laga til mála­flokksins bitnar harka­lega á við­kvæmum hópi“

„Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun
Fréttamynd

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Innlent