Þorsteinn Pálsson

Fréttamynd

Hver á að borga brúsann?

Umræður um kostnaðargreiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga sem liggja að Þjórsá hafa verið sérkennilegar í meira lagi. Þær sýna vel hvernig ómálefnalegar umræður geta leitt menn í blindgötu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er úthald baklandsins á þrotum?

Viðbrögðin við OECD-skýrslunni varpa ágætu ljósi á glímutökin í pólitíkinni bæði milli flokka og ekki síður innan þeirra. Af þeim má einnig draga málefnalegar ályktanir um hvert stefnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðleysi í stjórnarskrármálinu

Hljótt hefur verið á sumarþinginu um fjögur mál ríkisstjórnarinnar sem snerta stjórnskipunina, stjórnsýslu og kosningar. Öll lúta þau að verðugum viðfangsefnum þó að deila megi um efnistök í einstökum greinum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er þörf á nýrri réttlætingu?

Við myndun ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram að eitt helsta markmið hennar var að skerpa á andstæðum í íslenskum stjórnmálum. Í þessu ljósi er um margt áhugavert að skoða niðurstöðu Icesave-málsins frá pólitísku sjónarhorni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Markaðslausnir í sjávarútvegi

Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fiskveiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingræði eða aðskilnaður?

Stærsta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar er spurningin um hvort afnema eigi þingræðisregluna. Hinn kosturinn er að skilja að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið líkt og gert er í Bandaríkjunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt skref á gömlum grunni

Umræðurnar um Evrópusambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnislegum röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfangi án samstöðu

Nefndarálit stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd um Evrópusambandsaðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stór biti í háls fyrir þjóðina

Icesave-þrautirnar hvíla á þjóðinni. Ábyrgðin situr hins vegar á herðum þeirra sem sátu í bankastjórn og bankaráði gamla Landsbankans. Merkilegt er að opinber rannsókn skuli ekki enn hafa leitt í ljós hvort athafnir þeirra og eftir atvikum athafnaleysi varði við lög.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær

Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þöggunarhugsun Ögmundar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitísk lausung er veikleikamerki

Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugsanlega

Pólitískar vísbendingar um möguleika á þjóðstjórn eru ekki sýnilegar eins og sakir standa. Þörfin fyrir skýra framtíðarsýn, vissu um hvað til bragðs skuli taka og breiðari samstöðu um framkvæmd einstakra mála er þó smám saman að verða augljósari og brýnni en áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósagða ræðan

Á sjómannadaginn töluðu flestir eðli máls samkvæmt um nýju stjórnarstefnuna um sviptingu veiðiheimilda. Þar á var þó ein undantekning: Ræða sjávarútvegsráðherrans um það efni er enn ósögð. Hvernig má það vera?

Fastir pennar
Fréttamynd

Fylgifiskurinn

Sviptingarleið ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum er sett fram í nafni réttlætisins. Hvernig má vera að ráðstöfun undir slíku formerki sé efnahagslega hættuleg eins og fullyrt er? Allir hljóta að viðurkenna að efnahagslegur ávinningur sem ekki byggir á réttlátum leikreglum er óverjanlegur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt samningaþóf

Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kaflaskil í stjórnmálasögunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óþörf óvissa

Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmum þremur mánuðum með skýru þingræðislegu umboði. Nú hefur hún fengið umboð fólksins í kosningum með sögulegum sigri VG og góðri kosningu Samfylkingarinnar. Hvers vegna þurfa ríkisstjórnarflokkarnir að eyða tíma nú í samninga um stjórnarmyndun?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn kosturinn

Málefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa. Um hitt sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Króna = höft

Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir fólkið?

Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ný leiðarstjarna

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um síðustu helgi skýrðu línur um margt. Ríkisfjármálapólitíkin er óskrifað blað í báðum flokkum. Báðir völdu nýja leiðtoga. Leiðir þeirra skildu hins vegar með afgerandi hætti í Evrópumálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningasvik

Forseti Alþýðusambandsins lýsti á dögunum vonbrigðum með viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í því hafði komið fram að óskýrar áætlanir eru um hvernig koma má landinu úr fjötrum gjaldeyrishafta. Þetta var réttmæt athugasemd í því ljósi að nú skiptir tvennt mestu máli: Að varða þær leiðir sem fylgja á til að endurreisa peningakerfið og ná jöfnuði í ríkisfjármálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Má fara aðra leið?

Tvö framboð hafa sprottið úr grasrótinni. Úr röðum beggja hefur komið fram snörp gagnrýni á frumvörp til breytinga á kosningalögum og stjórnarskrá. Hún vekur aftur spurningu um jarðsamband forystu ríkisstjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar svör fást

Þegar ríkisstjórnin var mynduð lofaði forsætisráðherra kosningum 25. apríl. Nú íhugar forsætisráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi of mikið að gera. Eru það gild rök?

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamla lagið

Nýr formaður Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að búa til þriggja daga tafaferli með stjórnarandstöðunni í umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis um Seðlabankafrumvarpið. Þessi atburður varpar skýru ljósi á tvennt: Breytta taflstöðu Framsóknarflokksins og ráðherraræðið sem herðir nú tökin á Alþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonsvik

Fyrri ríkisstjórn fékk sænskan sérfræðing til að koma fram með tillögur um endurreisn bankakerfisins. Þær hafa nú verið birtar og samþykktar. Um margt eru þær almennar og óafgerandi. Eigi að síður veldur bæði stefnumörkunin og málsmeðferðin vonsvikum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíðarvandinn

Deila forsætisráðherra og bankastjórnar Seðlabankans er fortíðarvandi. Að réttu lagi hefði bankastjórnin átt að leysa það mál sjálf og ótilkvödd á sama tíma og stjórnendur viðskiptabankanna fóru frá. þá var gjaldmiðillinn hruninn og verðbólgumarkmiðið fokið út í veður og vind.

Fastir pennar