Alþingi

Fréttamynd

Samgönguáætlun samþykkt

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis samþykkti samgönguáætlun í gærkvöld. Búist er við að minnihlutinn skili séráliti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Héðinsfjarðargöng verði slegin af

Samgönguáætlun Gunnars I. Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Héðinsfjarðargöng verði slegin af en göng gerð frá Fljótum yfir á Siglufjörð. Gunnari þykir súrt í brotið að meirihluti stjórnarliða í samgöngunefnd samþykki að einungis fimmtungur fjár til vegaframkvæmda á næstu árum renni til suðvesturhornsins.

Innlent
Fréttamynd

Slegnir yfir rítalínnotkun barna

Landlæknir hætti að fylgjast með ávísunum á rítalín til barna og unglinga árið 2001. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í dag yfir upplýsingum um umdeilt heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrningarfrumvarp klauf nefnd

Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarpsins svonefnda í gær og mun skila tveimur álitsgerðum. Jónína Bjartmarz studdi álit meiri hlutans með fyrirvara. Ágúst Ólafur Ágústsson segist ætla að berjast áfram. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fresturinn hefst við 18 ára aldur

Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis leggur til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum hefjist við átján ára aldur en ekki fjórtán ára aldur eins og nú er. Nefndin afgreiddi frumvarpið í dag og klofnaði nefndin í afstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Heldur áfram baráttunni

Stjórnarmeirihlutinn samþykkti að afgreiða frumvarp um að kynferðisafbrot gegn börnum fyrntust ekki úr nefndinni með þeirri breytingu að kynferðisafbrot gegn börnum byrjuðu nú að fyrnast er þau ná 18 ára aldri en áður var miðað við 14 ár. Þingmaður Samfylkingar ætlar að halda áfram baráttunni því honum finnst ekki verið að veita börnum landsins nægilega réttarvernd með breytingartillögu meirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld ekki afnumin í vor

Ekki er vilji hjá stjórnarflokkunum til að afgreiða frumvarp um afnám stimpilgjalda og endurfjármögnum lána á þessu þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafði þó lýst stuðningi við málið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir sárt að þetta stóra hagsmunamál fjölskyldna náist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Á móti frumvarpi um ný vatnalög

Umhverfisstofnun leggst gegn frumvarpi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um ný vatnalög. Iðnaðarnefnd afgreiddi frumvarpið úr nefnd fyrir helgina og er önnur umræða um það fyrirhuguð á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að sé verið að tefja málið

"Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjarnefnd og síðar uppi í ráðuneyti," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Vara við áfengisfrumvörpum

Félag áfengisráðgjafa varar eindregið við afleiðingum þess að frumvörp um lækkun áfengiskaupaaldurs og afnám einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, verði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Má takmarka eftirlaun

Í lögfræðiáliti sem Halldór Ásgrímsson lét vinna um breytingar á eftirlaunalögum ráðamanna kemur fram að heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Framsókn stefnir á frumvarp fyrir haustþing.</font />

Innlent
Fréttamynd

Eftirlaunafrumvarp í bígerð

Óljósar afleiðingar breytinga á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna gætu komið í veg fyrir að lögunum verði breytt. Verið er að kanna það í forsætisráðuneytinu hvaða möguleikar eru til staðar lagalega. Málið var rætt á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær en ekki sjálfstæðismanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Eftirlaunamálið enn óútkljáð

Framsóknarmenn standa fastir við fyrirætlan sína að afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna á tvöföldum launum og ræddu það á þingflokksfundi í gær. Sjálfstæðismenn tóku málið ekki til umræðu og segja óþarfi að ræða það. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Eftirlaunalögum ekki breytt

Davíð Oddsson telur enga ástæðu til að breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna eins og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir að hann telji nauðsynlegt að gera. Davíð telur gagnrýni á lögin á misskilningi byggða.

Innlent
Fréttamynd

Löggjöf um fjármál endurskoðuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Aþingi í dag að hann teldi rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Því sé tímabært að setja á ný á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi að verkefni að leggja mat á þörf fyrir löggjafarumbætur á þessu sviði í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekkert að fela

Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin fær ekki að kaupa strax

Forsætisráðherra segir að skýrsla Morgan Stanley um söluferli Símans verði birt fljótlega. Ákveðnar trúnaðarupplýsingar sé þó ekki hægt að birta á þessu stigi málsins. Hins vegar verði almenningi ekki boðið að kaupa strax hlutabréf í Símanum, enda sé ekki hægt að breyta útboðinu í miðju ferli.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á öllum einkavæðingum

Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 200 þingmál bíða afgreiðslu

Þegar aðeins níu fundadagar eru eftir af starfstíma Alþingis fram að sumarleyfi bíða enn hátt í 200 þingmál þess að komast á dagskrá þingsins. Ljóst er að meginþorri þeirra mun ekki ná því að komst í fyrstu umræðu, og er líklegt að reykingafrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur verði meðal þeirra sem þau örlög hljóta.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 10 þúsund skora á stjórnvöld

Tæplega tíu þúsund manns hafa undirritað áskorun til stjórnvalda um afnám fyrninga sakar þegar kynferðisbrot er framið gagnvart barni undir 14 ára aldri, að sögn Svövu Björnsdóttur verkefnisstjóra hjá Blátt Áfram sem er forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar með axlabönd og belti

Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra skammaður

Formenn stjórnarflokkanna gáfu skýrt loforð fyrir síðustu þingkosningar um að framkvæmdir við Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg yrðu langt komnar á árinu 2004. Hvorugt stóðst og hafa báðir þessir vegir nú verið skornir niður og mátti samgönguráðherrann sitja undir skömmum í þinginu fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin mótmælir vítinu

Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að orð Lúðvíks Bergvinssonar, sem Halldór Blöndal vítti hann fyrir í gær, hafi verið af því tagi að beita ætti vítum. Lúðvík sagði: „Forseti, ég hef orðið.“

Innlent
Fréttamynd

10 þúsund undirskriftir komnar

Yfir tíu þúsund undirskriftir hafa nú safnast í undirskriftasöfnun Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut tefst vegna járnarusls

Samgönguyfirvöld voru sökuð um að svelta Reykvíkinga eftir að R-listinn komst til valda, í umræðum um Sundabraut á Alþingi. Sjálfstæðismenn sögðu brautina tefjast vegna þess að R-listinn vildi hengja járnarusl upp á Sundin. 

Innlent
Fréttamynd

Afhenda ráðherra undirskriftir

Einar Árnason mun afhenda heilbrigðisráðherra hátt í fimm þúsund undirskriftir á Alþingi klukkan korter fyrir fjögur. Þessir fimm þúsund einstaklingar skora á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að í framtíðinni verði sólarhringsbakvakt á skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn festur í sessi

Með samgönguáætlun er verið að festa Reykjavíkurflugvöll enn frekar í sessi. Þetta staðhæfði Pétur Blöndal alþingismaður þegar hann hjólaði í flokksbróður sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, vegna stefnumörkunar um nýja flugstöð.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík víttur í þinginu

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúðvík Bergvinsson, þingmann Samfylkingar, í umræðum um störf þingsins fyrir stundu. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem forseti vítir þingmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Búið að ákveða kaupendur?

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina.

Innlent