Hlaup

Fréttamynd

Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“

„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Syst­kini boða til hlaups til styrktar Ein­stökum börnum

Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Lífið
Fréttamynd

Nálgast markmiðið óðfluga

Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri

Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin.

Sport
Fréttamynd

„Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“

Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik

Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins.

Sport
Fréttamynd

Hljóp meira en tvö hundruð kíló­metra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“

„Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra.

Sport
Fréttamynd

„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“

„Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi.

Sport
Fréttamynd

Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“

Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur vann Bak­garðs­hlaupið

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Tíu hlauparar eftir í Elliðaárdal

Það eru tíu keppendur eftir í íslenska landsliðinu sem keppir í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fimm keppendur heltust úr lestinni eftir nóttina og nú í morgunsárið.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur stendur uppi sem sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins

Fimmtán ofurhlauparar hlaupa fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Undir er heimsmeistaratitill en hlaupið er á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum. Tæplega sjö kílómetra hringur er farinn aftur og aftur þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir.

Sport
Fréttamynd

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Sport