Viðskipti innlent

Tæplega 21 milljóna króna gjaldþrot Stjörnuspekistöðvarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnlaugur Guðmundsson
Gunnlaugur Guðmundsson
Stjörnuspekistöðin er farin í þrot en heildarkröfur í þrotabúið námu tæplega 21 milljónum króna. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að engar eignir hafi verið upp í þrotabúið.

Stjörnuspekistöðin var í eigu Gunnlaugs Guðmundssonar sem er þekktur stjörnuspekingur hér á landi.

Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí á síðasta ári og lauk skiptum 6. júní síðastliðinn eftir því sem kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Fram kemur í frétt hjá Viðskiptablaðinu í dag að ekki séu til ársreikningar fyrir öll rekstrarár Stjörnuspekistöðvarinnar. Samkvæmt þeim síðasta sem er frá árinu 2011 kemur fram að þá var tæplega 1,8 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Tekjur námu 4,2 milljónum króna þetta árið. Mestu munar um tæplega 1,9 milljóna króna tekjur af sölu bóka. Á móti voru gjöld upp á rétt rúmar tvær milljónir. Eigið fé nam rétt rúmum 155 þúsund krónum. Á móti voru skuldir upp á tæpar 825 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×