Takk fyrir að standa með kristinni trú Sigurður Ragnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir!
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun