Viðskipti innlent

Taldi fregnir af bónusgreiðslum til starfsmanna Straums lygasögu

Ætla þeir sem kveiktu í húsinu að fá sérstaklega greitt fyrir að slökkva eldinn spyr formaður viðskiptanefndar um áætlun stjórnenda Straums-Burðaráss um allt að tíu milljarða króna bónusgreiðslna til handa starfsmönnum bankans. Hún vonast til að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tugmilljarða kröfu á bankann, samþykki ekki áætlunina.

Stjórnendur bankans héldu kynningarfund með kröfuhöfum bankans þann 6. ágúst sl. Á þeim fundi var rekstraráætlun kynnt en í henni var að finna áætlun um að starfsmenn Straums fái bónusgreiðslur í samræmi við endurheimtur á eignum bankans á næstu fimm árum.

Bónusgreiðslurnar eru frá 2,7 milljörðum og upp í tæpa 10 milljarða. Það gerir um 222 milljónir á hvern starfsmann bankans. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, sagði í samtali við fréttastofu að aðeins væri um áætlun að ræða sem kæmi til umræðu milli starfsmanna og kröfuhafa verði nauðasamningar samþykktir. Um væri að ræða áætlun um árangurstengd laun og hefðu utanaðkomandi lögfræðingar sagt hana í fullu samræmi við það sem gengur og gerist. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segist hafa haldið að um skröksögu væri að ræða.

Álfheiður segir að það sé að sjálfsögðu komið undir kröfuhöfum og aðstoðarmanni í greiðslustövðun hvernig brugðist verði við þessu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×