Innlent

Talið að kviknað hafi í út frá Rafmagni

Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni, þegar veitingahúsið Frú Lára á Seyðisfirði stórskemmdist í bruna í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta í gærkvöldi og barst hann um allt húsið, en karlmaður, sem var þar á efri hæð, komst út um glugga og sakaði ekki. Slökkvistarf gekk vel en húsið, sem er eitt elsta hús á staðnum og í hjarta bæjarins, er stór skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×