Viðskipti innlent

Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.
„Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum.

Halldór segir í samtali við Vísi að það sé nýbúið að þýða öll gögn og senda til Nubo. Því geti hann ekki brugðist við fyrr en búið sé að fara almennilega yfir gögnin. Í ljósi tímamismunar má búast við því að viðbrögðin komi ekki fyrr en í kvöld.

„Maður er eiginlega bara undrandi," segir Halldór sem bætir við að rökstuðningurinn ráðuneytisins sé einfaldlega sá að landið sem Nubo vildi kaupa, sé of stórt.

Hann bendir á að það sé ekkert í lögum sem takmarki það hversu stórt land erlendir aðilar kaupa. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir hinsvegar:

„Að mati ráðuneytisins verður ekki horft framhjá því hversu stórt landsvæði er um að ræða sem félagið hyggst kaupa, eða 30.639 hektarar, og að engin fordæmi eru fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð."

„Nú verða næstu skref ákveðin. Hvort Nubo vilji gera eitthvað annað eða segir einfaldlega bless," segir Halldór að lokum.


Tengdar fréttir

Ögmundur hafnaði Nubo

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.

Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×