Tap Orkuveitunnar fimmfaldast á milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2013 15:26 Orkuveita Reykjavíkur. Mynd/ Vilhelm. Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitunnar um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra. Ástæða tapsins er einkum óhagstæð þróun gengis og lækkun á álverði. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frá vori 2011 hafi Orkuveitan verið rekin í samræmi við aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda, Planið. Markmið þess hafi verið að bæta sjóðstreymi Orkuveitunnar um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016. Í lok árs 2012 hafi allir þættir þess verið á áætlun, sumir gott betur, nema sala eigna. Með aðgerðum stjórnar og eigenda síðustu vikur hafi sá þáttur aftur komist á sporið. Þannig hafi verið staðfest á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag að sala Perlunnar fyrir 950 milljónir króna muni ganga eftir og forstjóri fengið heimild stjórnar til að ganga frá samningi um sölu höfuðstöðvanna að Bæjarhálsi fyrir 5,1 milljarð króna. Áfram sé unnið að sölu fleiri eigna. Þrátt fyrir að eignasala hafi tafist sé árangur Plansins frá samþykkt þess til ársloka 2012 um 1,8 milljarða króna umfram áætlun.Samþykkt að gera samninga um gjaldeyrislán „Ytri þættir voru rekstrinum áfram óhagfelldir á árinu 2012. Álverð lækkaði og gengi íslensku krónunnar veiktist. Þetta hefur áhrif á reiknað verðmæti raforkusölusamninga Orkuveitunnar við stóriðju og skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækka. Samanlögð áhrif þessa og fleiri reiknaðra fjárhagsstærða í rekstrareikningi Orkuveitunnar eru neikvæð sem nemur 13,4 milljörðum króna. Af þessum sökum er heildarniðurstaða ársreikningsins neikvæð sem nemur 2,3 milljörðum króna. Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofnanir," segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Þá segir í tilkynningunni að stjórn Orkuveitunnar hafi samþykkt á fundi sínum í dag að gera samninga um gjaldeyrislán frá erlendum og innlendum bönkum og umfangsmikla áhættuvarnarsamninga gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla og vöxtum. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitunnar um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra. Ástæða tapsins er einkum óhagstæð þróun gengis og lækkun á álverði. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frá vori 2011 hafi Orkuveitan verið rekin í samræmi við aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda, Planið. Markmið þess hafi verið að bæta sjóðstreymi Orkuveitunnar um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016. Í lok árs 2012 hafi allir þættir þess verið á áætlun, sumir gott betur, nema sala eigna. Með aðgerðum stjórnar og eigenda síðustu vikur hafi sá þáttur aftur komist á sporið. Þannig hafi verið staðfest á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag að sala Perlunnar fyrir 950 milljónir króna muni ganga eftir og forstjóri fengið heimild stjórnar til að ganga frá samningi um sölu höfuðstöðvanna að Bæjarhálsi fyrir 5,1 milljarð króna. Áfram sé unnið að sölu fleiri eigna. Þrátt fyrir að eignasala hafi tafist sé árangur Plansins frá samþykkt þess til ársloka 2012 um 1,8 milljarða króna umfram áætlun.Samþykkt að gera samninga um gjaldeyrislán „Ytri þættir voru rekstrinum áfram óhagfelldir á árinu 2012. Álverð lækkaði og gengi íslensku krónunnar veiktist. Þetta hefur áhrif á reiknað verðmæti raforkusölusamninga Orkuveitunnar við stóriðju og skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækka. Samanlögð áhrif þessa og fleiri reiknaðra fjárhagsstærða í rekstrareikningi Orkuveitunnar eru neikvæð sem nemur 13,4 milljörðum króna. Af þessum sökum er heildarniðurstaða ársreikningsins neikvæð sem nemur 2,3 milljörðum króna. Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofnanir," segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Þá segir í tilkynningunni að stjórn Orkuveitunnar hafi samþykkt á fundi sínum í dag að gera samninga um gjaldeyrislán frá erlendum og innlendum bönkum og umfangsmikla áhættuvarnarsamninga gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla og vöxtum.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira