Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2014 19:45 Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira