Innlent

Tekinn á aðfangadagskvöld vegna nauðgunarkæru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var handtekinn um kvöldmatarleyti á aðfangadagskvöld.
Maðurinn var handtekinn um kvöldmatarleyti á aðfangadagskvöld.
Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á meðan hún var svo ölvuð að hún gat ekki spornað við því. Stúlkan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér á veitingastað í hans eigu á aðfangadag í hitteðfyrra og var maðurinn handtekinn á heimili fjölskyldu sinnar um klukkan sjö um kvöldið. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að kæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt hans. Maðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn viðurkenndi að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en sagði að þau hefðu verið með hennar vilja.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að niðurstöður endurtekins greiningarmats sálfræðings bendi til þess að brotaþoli þjáist af áfallastreituröskun í kjölfar atviksins. Í viðtölum við sálfræðinginn hafi brotaþoli greint frá því að hún hafi upplifað ofsaótta og hjálparleysi þegar hún vaknaði og var ekki viss um hvað hefði gerst. Hún hafi verið ringluð og einnig talið sig vera í lífshættu þegar hún hafi séð meintan geranda og farið að átta sig á því hvað hefði gerst.

Læknir á neyðarmótttöku taldi aftur á móti að engin líkamleg ummerki hafi verið á konunni sem bent gætu til þess hvað hefði átt sér stað eða ekki átt sér stað í lífi hennar þann tíma sem hún sagði að brotið ætti að hafa verið framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×