Erlent

Tekinn af lífi í Texas þrátt fyrir mótmæli Alþjóðadómstólsins

Jose Medellin.
Jose Medellin. MYND/AP

Mexíkanskur maður var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas í Bandaríkjunum. Mál mannsins, sem sakaður var um að myrða og nauðga sextán ára gamalli stúlku, hefur vakið mikla athygli en Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði í nótt áfrýjunarbeiðni hans á bug. Skömmu síðar var hann tekinn af lífi með eitursprautu.

Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrirskipað ríkisstjórn Texas að afturkalla dauðadóminn á þeim grundvelli að manninum hafði ekki verið greint frá því að hann ætti rétt á aðstoð frá sendiráði Mexíkó þegar hann var handtekinn. Yfirvöld í ríkinu sögðu hins vegar að dómstóllinn hefði enga lögsögu yfir Texasríki og fortölur frá sjálfum Ban Ki Moon, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna breyttu engu þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×