Tekinn í samfélag Harley-manna 24. júlí 2011 22:00 Einar Magnús Magnússon Mynd/Hrund Gunnarsdóttir Löngum hefur Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, brýnt fyrir landanum að fara eftir reglum. Önnur og svolítið villtari hlið kemur þó í ljós í frásögn hans af mótorhjólaferð um Flórída í Bandaríkjunum. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður komst að því að þar tilheyrði hann samfélagi sem á fátt skylt við regluvæddu veröldina á Umferðarstofu. Til allrar hamingju er mannskepnan svo margslungin að hún rúmast ekki í einsleitri hugmynd sem við gjarnan gerum okkur um náungann. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, virkar eflaust á suma eins og fyrirhyggjufýr sem hugsar um það eitt að hafa vaðið fyrir neðan sig. En þeir sem verða á vegi hans þegar hann hefur stimplað sig út hjá Umferðarstofu hitta fyrir mann með ólgandi blóð sem þráir frelsið og hið óþekkta. Það var til dæmis af þessum hvötum sem hann tók sig til og leigði sér Harley Davidson mótorfák í Flórída síðastliðið vor og krúsaði um slóðir langt frá ysi og þys ferðamannanna.Góðmennið á óásjálega sendibílnum Ferðinni var heitið í norður frá Orlando. „Ég var ekki lengi að sannfærast um að Flórída hefur upp á svo miklu meira að bjóða en golf og Disneyland," segir Einar Magnús meðan hugurinn reikar vestur yfir haf. "Ég færðist líka í sanninn um að ljúflegheitin í Kananum eru ekki bara einhver yfirborðsmennska. Það kemur svo berlega í ljós í svona ferðum þegar maður er bara upp á sitt eigið ágæti kominn, eins takmarkað og það getur stundum verið, að góðmennskan ristir dýpra en svo. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var kominn að sjálfvirku tollhliði á einni hraðbrautinni en þá var ég ekki með neitt klink í sjálfsalann og þar með var engin leið fyrir mig að fara í gegnum hliðið. Nema þá að svindla og troða sér fram hjá hliðinu í augliti myndavéla sem láta ekkert fram hjá sér fara og taka þá bara sektinni þegar hún kæmi. En það yrði nú ekki gott afspurnar að upplýsingafulltrúi Umferðarstofu færi um í trássi við lög á bandarískum þjóðvegum. Þannig að ég sný mér að næsta bíl sem kom þar að og spurði ökumann hvort hann gæti skipt fyrir mig dollaraseðli og bílstjórinn var nú heldur betur til í það. Þá er kallað á mig úr bíl þar fyrir aftan en sá óásjálegi sendibíll hefði tekið sig vel út í einhverri bófamyndinni og bílstjórinn var ekki þannig útlits að það samrýmdist hugmyndum manns um hjálparstarfsmann. En hann kallar: "Farðu bara í gegn góði, ég er búinn að borga þetta fyrir þig." Ég vildi náttúrulega endilega borga manninum þetta en það kom ekki til mála. Ég ítrekaði svo bón mína þegar ég var samhliða honum á gatnamótum en hann bað mig manna heilastan að stinga seðlinum í vasann aftur og njóta ferðarinnar."í grillveislu hjá Harley-mönnum Þegar maður situr einn á Harley Davidson vélfáki á þessum slóðum getur ferðin tekið óvænta stefnu. "Eitt skiptið er ég að taka bensín en þá heyrast þvílíkar drunur að rúðurnar á bensínstöðinni skulfu í gluggunum. Þá var þar komið mikið Harley Davidson hjól og á því situr nokkuð skrautlegur náungi í stuttermabol sem er nú nokkuð langt frá því að teljast heppilegur hlífðarfatnaður hjá Umferðarstofu en hann var þó með hjálm. Hann var ekkert að drepa á hjólinu eins og venja er þegar menn stoppa á bensínstöðvum. Hann gaf mér síðar þá skýringu að það gæti reynst þrautinni þyngri að koma mótorfáknum í gang aftur. Þegar hann sér á hvers konar hjóli ég er segir hann við mig: "Heyrðu, þú verður nú endilega að koma í Harley-grillveisluna sem er verið að halda í bænum Kissimmee, þetta eru ekki nema 15 til 20 mílur." Ég var til í það svo hann segir: "Eltu mig bara."Þannig kynntist ég honum Tony, þetta var í raun eins og ég hefði hitt gamlan bekkjarfélaga þarna á bensínstöðinni. Hjólið hans var ekki beint traustvekjandi, hann hafði sett það saman úr gömlum pörtum sem voru þó allir úr smiðju Harley Davidson. Þetta var svo haganlega gert að það var meira að segja gírstöng á hjólinu eins og tíðkaðist hér áður fyrr á einstaka hjóli og síðan var opið fyrir allar reimar sem þykir nú heldur þunnur þrettándi í öllum öryggisprófum. Hann bjó heldur ekki svo vel að vera með stefnuljós á hjólinu þannig að hann setti út aðra höndina til að gefa til kynna að hann ætlaði að beygja. Ég varð heldur betur að grafa Umferðarstofugæjann í mér meðan ég var í slagtogi við Tony sem fór með aðra höndina útrétta og hina á gírstönginni." Þó að Einar Magnús hafi ekki verið í árshátíðartauinu stakk hann óneitanlega nokkuð í stúf í þessu óvænta grillboði. "Af útgangi og klæðaburði að dæma hefði alveg mátt halda að maður væri staddur á samkomu hjá Hell´s Angels. En ég hef tamið mér það að gefa mig einmitt á tal við það fólk sem vekur upp hjá manni einhver varnarviðbrögð í fyrstu og hafði ég þann háttinn á að þessu sinni. Og viti menn, þessir hrjúfu kappar reyndust vera hin mestu ljúfmenni."Mótorhjólatöffarinn í skipulagsráðinu Það opnast mönnum ekki aðeins ævintýraheimur þegar setið er á Harley Davidson hjóli, heldur opnast einnig fyrir manni hliðið inn í samfélag Harley-manna. "Ég tók snemma eftir því að þeir sem voru á Harley-hjóli köstuðu á mann kveðju og ég veifaði þeim náttúrulega á móti, kannski helsti hátíðlega, það hefði mátt halda að ég væri stjórnmálamaður á kosningafundi. En svo tók ég eftir því að þetta var alveg sérstök kveðja og nýtti ég tækifærið á einni bensínstöðinni og fékk menn til að kenna mér hana svo ég væri ekki eins og blautvoðungur í Harley-samfélaginu." Rétt eins og Einar Magnús áttu margir þessara mótorhjólakappa annað líf, gjörólíkt því sem lifað var á vegum úti. "Ég fór til Mount Dora sem er norðan við Orlando og bregð mér þar í Yalaha-bakarí sem er reyndar rekið af dóttur Charlie Chaplin og er marglofað af bifhjólamönnum. Þeir koma þar margir við enda er það í miðri mótorhjólaleið. Þegar ég er þar að kaupa mér brauðmeti hitti ég fyrir hjón sem í fyrstu sýn gætu hæglega sýnst verðugir fulltrúa Hell´s Angels. Í þessu spjalli fékk ég eina áminninguna enn um að maður skyldi ekki dæma eftir útlitinu því þessi hjón taka sig til um helgar og skella sér í gallann og fara að rúnta um en á virkum dögum fara þau í hversdagsfötin og til vinnu á skrifstofuna. Reyndar held ég að maðurinn sé í einhverju skipulagsráði, menn slá kannski ekki um sig með slíkum titli meðal Harley-manna."Finnst gaman að kitla pinnann Það liggur náttúrulega beinast við að spyrja Einar Magnús hvort hann hafi ekið á löglegum hraða í hvívetna. "Já, ég tel mig nú hafa gert það en það komu upp nokkur skemmtileg atvik svona í ljósi þeirrar stöðu sem ég gegni hér á Íslandi. Mér er minnisstætt þegar ég fór að leigja hjólið hjá Eagle Rider-leigunni að þá var ég spurður hvort ég væri með slysatryggingu og kvað ég svo vera. "Nú, þá þarftu ekki hjálm," segir afgreiðslumaðurinn. Þetta þótti mér undarleg tilhögun. Eins var ég varaður við því, þegar ég var að fara afar skemmtilega leið í gegnum appelsínuakra, að það væru svo margir lögreglumenn að mæla á þessari leið. Þetta hljómaði undarlega í mín eyru enda erum við á Umferðarstofu ekki vanir því að vera varaðir við umferðarlögreglunni." En þó að Einar Magnús sé sífellt að brýna fyrir landanum að draga úr hraðanum segist hann vel skilja þær hvatir að menn ani út í slíkan háska. "Það er ekkert launungarmál að það getur verið gaman að keyra hratt en það þarf bara að finna því réttan vettvang. Ég er félagi í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja og ég hvet menn til að snúa sér til akstursíþróttafélaganna hafi þeir þessa hvöt í stað þess að fá útrás fyrir hana í almennri umferð." Þegar blaðamaður kveður upplýsingafulltrúann er hann þess fullviss að þótt það fari Einari Magnúsi vel að hvetja menn til að hafa vaðið fyrir neðan sig þá færi það honum líklega engu verr að brýna fyrir mönnum að lifa lífinu. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Löngum hefur Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, brýnt fyrir landanum að fara eftir reglum. Önnur og svolítið villtari hlið kemur þó í ljós í frásögn hans af mótorhjólaferð um Flórída í Bandaríkjunum. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður komst að því að þar tilheyrði hann samfélagi sem á fátt skylt við regluvæddu veröldina á Umferðarstofu. Til allrar hamingju er mannskepnan svo margslungin að hún rúmast ekki í einsleitri hugmynd sem við gjarnan gerum okkur um náungann. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, virkar eflaust á suma eins og fyrirhyggjufýr sem hugsar um það eitt að hafa vaðið fyrir neðan sig. En þeir sem verða á vegi hans þegar hann hefur stimplað sig út hjá Umferðarstofu hitta fyrir mann með ólgandi blóð sem þráir frelsið og hið óþekkta. Það var til dæmis af þessum hvötum sem hann tók sig til og leigði sér Harley Davidson mótorfák í Flórída síðastliðið vor og krúsaði um slóðir langt frá ysi og þys ferðamannanna.Góðmennið á óásjálega sendibílnum Ferðinni var heitið í norður frá Orlando. „Ég var ekki lengi að sannfærast um að Flórída hefur upp á svo miklu meira að bjóða en golf og Disneyland," segir Einar Magnús meðan hugurinn reikar vestur yfir haf. "Ég færðist líka í sanninn um að ljúflegheitin í Kananum eru ekki bara einhver yfirborðsmennska. Það kemur svo berlega í ljós í svona ferðum þegar maður er bara upp á sitt eigið ágæti kominn, eins takmarkað og það getur stundum verið, að góðmennskan ristir dýpra en svo. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var kominn að sjálfvirku tollhliði á einni hraðbrautinni en þá var ég ekki með neitt klink í sjálfsalann og þar með var engin leið fyrir mig að fara í gegnum hliðið. Nema þá að svindla og troða sér fram hjá hliðinu í augliti myndavéla sem láta ekkert fram hjá sér fara og taka þá bara sektinni þegar hún kæmi. En það yrði nú ekki gott afspurnar að upplýsingafulltrúi Umferðarstofu færi um í trássi við lög á bandarískum þjóðvegum. Þannig að ég sný mér að næsta bíl sem kom þar að og spurði ökumann hvort hann gæti skipt fyrir mig dollaraseðli og bílstjórinn var nú heldur betur til í það. Þá er kallað á mig úr bíl þar fyrir aftan en sá óásjálegi sendibíll hefði tekið sig vel út í einhverri bófamyndinni og bílstjórinn var ekki þannig útlits að það samrýmdist hugmyndum manns um hjálparstarfsmann. En hann kallar: "Farðu bara í gegn góði, ég er búinn að borga þetta fyrir þig." Ég vildi náttúrulega endilega borga manninum þetta en það kom ekki til mála. Ég ítrekaði svo bón mína þegar ég var samhliða honum á gatnamótum en hann bað mig manna heilastan að stinga seðlinum í vasann aftur og njóta ferðarinnar."í grillveislu hjá Harley-mönnum Þegar maður situr einn á Harley Davidson vélfáki á þessum slóðum getur ferðin tekið óvænta stefnu. "Eitt skiptið er ég að taka bensín en þá heyrast þvílíkar drunur að rúðurnar á bensínstöðinni skulfu í gluggunum. Þá var þar komið mikið Harley Davidson hjól og á því situr nokkuð skrautlegur náungi í stuttermabol sem er nú nokkuð langt frá því að teljast heppilegur hlífðarfatnaður hjá Umferðarstofu en hann var þó með hjálm. Hann var ekkert að drepa á hjólinu eins og venja er þegar menn stoppa á bensínstöðvum. Hann gaf mér síðar þá skýringu að það gæti reynst þrautinni þyngri að koma mótorfáknum í gang aftur. Þegar hann sér á hvers konar hjóli ég er segir hann við mig: "Heyrðu, þú verður nú endilega að koma í Harley-grillveisluna sem er verið að halda í bænum Kissimmee, þetta eru ekki nema 15 til 20 mílur." Ég var til í það svo hann segir: "Eltu mig bara."Þannig kynntist ég honum Tony, þetta var í raun eins og ég hefði hitt gamlan bekkjarfélaga þarna á bensínstöðinni. Hjólið hans var ekki beint traustvekjandi, hann hafði sett það saman úr gömlum pörtum sem voru þó allir úr smiðju Harley Davidson. Þetta var svo haganlega gert að það var meira að segja gírstöng á hjólinu eins og tíðkaðist hér áður fyrr á einstaka hjóli og síðan var opið fyrir allar reimar sem þykir nú heldur þunnur þrettándi í öllum öryggisprófum. Hann bjó heldur ekki svo vel að vera með stefnuljós á hjólinu þannig að hann setti út aðra höndina til að gefa til kynna að hann ætlaði að beygja. Ég varð heldur betur að grafa Umferðarstofugæjann í mér meðan ég var í slagtogi við Tony sem fór með aðra höndina útrétta og hina á gírstönginni." Þó að Einar Magnús hafi ekki verið í árshátíðartauinu stakk hann óneitanlega nokkuð í stúf í þessu óvænta grillboði. "Af útgangi og klæðaburði að dæma hefði alveg mátt halda að maður væri staddur á samkomu hjá Hell´s Angels. En ég hef tamið mér það að gefa mig einmitt á tal við það fólk sem vekur upp hjá manni einhver varnarviðbrögð í fyrstu og hafði ég þann háttinn á að þessu sinni. Og viti menn, þessir hrjúfu kappar reyndust vera hin mestu ljúfmenni."Mótorhjólatöffarinn í skipulagsráðinu Það opnast mönnum ekki aðeins ævintýraheimur þegar setið er á Harley Davidson hjóli, heldur opnast einnig fyrir manni hliðið inn í samfélag Harley-manna. "Ég tók snemma eftir því að þeir sem voru á Harley-hjóli köstuðu á mann kveðju og ég veifaði þeim náttúrulega á móti, kannski helsti hátíðlega, það hefði mátt halda að ég væri stjórnmálamaður á kosningafundi. En svo tók ég eftir því að þetta var alveg sérstök kveðja og nýtti ég tækifærið á einni bensínstöðinni og fékk menn til að kenna mér hana svo ég væri ekki eins og blautvoðungur í Harley-samfélaginu." Rétt eins og Einar Magnús áttu margir þessara mótorhjólakappa annað líf, gjörólíkt því sem lifað var á vegum úti. "Ég fór til Mount Dora sem er norðan við Orlando og bregð mér þar í Yalaha-bakarí sem er reyndar rekið af dóttur Charlie Chaplin og er marglofað af bifhjólamönnum. Þeir koma þar margir við enda er það í miðri mótorhjólaleið. Þegar ég er þar að kaupa mér brauðmeti hitti ég fyrir hjón sem í fyrstu sýn gætu hæglega sýnst verðugir fulltrúa Hell´s Angels. Í þessu spjalli fékk ég eina áminninguna enn um að maður skyldi ekki dæma eftir útlitinu því þessi hjón taka sig til um helgar og skella sér í gallann og fara að rúnta um en á virkum dögum fara þau í hversdagsfötin og til vinnu á skrifstofuna. Reyndar held ég að maðurinn sé í einhverju skipulagsráði, menn slá kannski ekki um sig með slíkum titli meðal Harley-manna."Finnst gaman að kitla pinnann Það liggur náttúrulega beinast við að spyrja Einar Magnús hvort hann hafi ekið á löglegum hraða í hvívetna. "Já, ég tel mig nú hafa gert það en það komu upp nokkur skemmtileg atvik svona í ljósi þeirrar stöðu sem ég gegni hér á Íslandi. Mér er minnisstætt þegar ég fór að leigja hjólið hjá Eagle Rider-leigunni að þá var ég spurður hvort ég væri með slysatryggingu og kvað ég svo vera. "Nú, þá þarftu ekki hjálm," segir afgreiðslumaðurinn. Þetta þótti mér undarleg tilhögun. Eins var ég varaður við því, þegar ég var að fara afar skemmtilega leið í gegnum appelsínuakra, að það væru svo margir lögreglumenn að mæla á þessari leið. Þetta hljómaði undarlega í mín eyru enda erum við á Umferðarstofu ekki vanir því að vera varaðir við umferðarlögreglunni." En þó að Einar Magnús sé sífellt að brýna fyrir landanum að draga úr hraðanum segist hann vel skilja þær hvatir að menn ani út í slíkan háska. "Það er ekkert launungarmál að það getur verið gaman að keyra hratt en það þarf bara að finna því réttan vettvang. Ég er félagi í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja og ég hvet menn til að snúa sér til akstursíþróttafélaganna hafi þeir þessa hvöt í stað þess að fá útrás fyrir hana í almennri umferð." Þegar blaðamaður kveður upplýsingafulltrúann er hann þess fullviss að þótt það fari Einari Magnúsi vel að hvetja menn til að hafa vaðið fyrir neðan sig þá færi það honum líklega engu verr að brýna fyrir mönnum að lifa lífinu.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira