Tekist á um skipan í sérfræðingahópinn Stígur Helgason skrifar 14. ágúst 2013 07:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ekki verið fyllilega sammála um það hvaða menn eigi að skipa í sérfræðingahópinn um skuldavandann. Þeir virðast hins vegar vera búnir að ná saman um það að mestu. Fréttablaðið/Stefán Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira