Tekist á um skipan í sérfræðingahópinn Stígur Helgason skrifar 14. ágúst 2013 07:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ekki verið fyllilega sammála um það hvaða menn eigi að skipa í sérfræðingahópinn um skuldavandann. Þeir virðast hins vegar vera búnir að ná saman um það að mestu. Fréttablaðið/Stefán Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna. Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna.
Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira