Innlent

Tekur varnarmálakreppu Íslands ekki alvarlega

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki bera þungar áhyggjur af varnarmálakreppu Íslendinga.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki bera þungar áhyggjur af varnarmálakreppu Íslendinga.
Fjármálaráðherra gefur minna en ekki neitt fyrir skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins þar sem fram kemur að varnarmál á Íslandi séu í ólestri. Allir sofi rólegir á Íslandi.

Á forsíðu fréttablaðsins í dag er greint frá þrjátíu blaðsíðna skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins þar sem talið er að á Íslandi ríki þreföld kreppa. Varnarmálakreppa auk efnahags- og stjórnmálakreppu. Sænsku sérfræðingarnir segja varnarmálakreppuna hafa skollið þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið árið 2006. Harkan í íslensku átakastjórnmálum hefur hins vegar tafið stefnumótum til framtíðar í varnarmálum að mati skýrsluhöfunda.

Fjármálaráðherra segir varnir landsins hinsvegar snúa að því að byggja upp efnahaginn. Sænska skýrslan verði því ekki tekin til frekari skoðunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×