Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 2012 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management sem hefur skilað Alþingi umsögn vegna þingmálsins.
Samkvæmt matinu munu fjárfestingar í orkuframleiðslu og flutningi dragast saman um 120 milljarða króna á árabilinu 2012-2016 og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif munu dragast saman um 150 milljarða króna. Samtals verður því fjárfesting og afleidd áhrif um 270 milljörðum króna minni en ella á umræddu tímabili. Uppsafnaður hagvöxtur verður 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verður af u.þ.b. 5.000 ársverkum á þessu fjögurra ára tímabili.
GAMMA segir að þessar virkjanir séu í hópi hagkvæmari virkjanakosta á landinu. Miðað við það raforkuverð sem líklegt sé að iðnfyrirtæki væru tilbúinn að greiða á Suðvesturhorni landsins megi telja líklegt að arðgreiðslugeta Landsvirkjunar minnki verulega til lengri tíma litið með þeim breytingum sem gerðar eru á tillögu til þingsályktunar um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða. Það mun síðan rýra hag ríkissjóðs sem eiganda Landsvirkjunar. Telja megi mikilvægt að nýta þann slaka sem enn sé í þjóðarbúskapnum og búast megi við að verði á árabilinu 2012-2015 til að ráðast í orkuframkvæmdir til að draga úr líkum á að óæskileg þensla skapist ef stórframkvæmdir eru á sama tíma og hagkerfið er við fulla framleiðslugetu.
Telja að breytingar á virkjanaáætlun kosti 270 milljarða
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent



Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins
Viðskipti innlent


Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent