Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna Birnu Brjánsdóttur á sunnudag. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í máfi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Sjá meira
Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í máfi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30