Innlent

Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Almennt voru Íslendingar jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samkvæmt nýlegri könnun MMR.
Almennt voru Íslendingar jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samkvæmt nýlegri könnun MMR. vísir/pjetur
Meirihluti eða 51,8 prósent af þeim sem tóku afstöðu í nýlegri könnun MMR um viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru.

Almennt séð voru Íslendingar þó jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samkvæmt könnuninni og töldu þá hafa haft jákvæð áhrif á Íslandi.

90,9 prósent töldu erlenda ferðamenn á Íslandi hafa haft jákvæð áhrif á efnahag landsins.

Þá töldu 71,2 prósent erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og 67,1 prósent taldi ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á fjölbreytni í verslun og þjónustu. 82,8 prósent töldu erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á atvinnutækifæri og 67,5 prósent töldu þá hafa jákvæð áhrif á miðborg Reykjavíkur.

Þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu töldu frekar að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á miðborg Reykjavíkur en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni.

Hins vegar voru hlutfallslega fleiri íbúar á landsbyggðinni sem töldu að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á verslun og þjónustu en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×