Innlent

Telja óheimilt að dreifa ösku við Þingvallavatn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lög banna að ösku látins fólks sé dreift yfir stöðuvötn, segir lögmaður Þingvallanefndar.
Lög banna að ösku látins fólks sé dreift yfir stöðuvötn, segir lögmaður Þingvallanefndar. Fréttablaðið/GVA
Lögmaður Þingvallanefndar telur óheimilt að verða við ósk um að dreifa ösku látins manns við Þingvallavatn.

Bón um að öskunni yrði dreift í þjóðgarðinum barst innanríkisráðuneytinu sem óskaði eftir áliti Þingvallanefndar á málinu. Í minnisblaði lögmanns nefndarinnar er vísað til löggjafar varðandi dreifingu ösku látinna manna. Óheimilt sé að dreifa ösku látinna manna yfir byggð eða stöðuvötn. Breyta þyrfti lögum áður áður slíkt yrði heimilað.

Í samtölum við meðlimi Þingvallanefndar kom fram að áður hafi verið leitað eftir því að fá að dreifa ösku erlendra manna á Þingvöllum sem þeir álíti heilagan stað. Í því tilfelli sem hér um ræðir er hins vegar um að tefla ösku látins Íslendings.

„Því má bæta við að frá 1. febrúar hefur sýslumannsembættinu á Siglufirði verið falið að fjalla um umsóknir um dreifingu ösku látinna utan kirkjugarðs,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×