Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2016 08:00 Polarsyssel hefur verið í útleigu á Svalbarða. mynd/fáfnir Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur. Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur.
Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00